Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 98
D ó m a r u m b æ k u r 98 TMM 2012 · 1 með steinkasti“ (H&H bls. 13). Höfund- ur persónugerir þannig náttúruna sem þann dyntótta kraft er allir eiga líf sitt undir. Þeir strákurinn og Bárður eru ekki einungis saman til sjós heldur eiga trún- að hvor annars og bera í brjósti áþekka drauma er greina þá frá hinum sjó- mönnunum. Vinaböndin á milli þeirra hafa treyst vegna sameiginlegrar ástar þeirra á orðum, löngunar til að verða eitthvað annað og meira en þeir eru, brjóta af sér viðjar þrældóms og fyrir- framgefinna örlaga. Strákurinn og Bárður deila sem sagt flestu: bókum, hugsunum, væntingum til lífsins og meira að segja rúmi í verbúðinni. Báðir njóta velvildar ráðskonunnar Andreu, eiginkonu Péturs formanns. Eins og aðrir í áhöfninni eiga þeir allt sitt undir Pétri formanni, hann ræður hvort og hvenær róið er, les í náttúruna, velur stað á fiskislóðinni, metur skýjafar og veðrabrigði til að koma þeim heim heilu og höldnu. Pétur er traustur og glöggur, en einnig harður og ósveigjanlegur líkt og kemur í ljós í samskiptum hans við Bárð og síðar Andreu. Þótt Himnaríki og helvíti fjalli um vináttu stráksins og Bárðar er Bárður samt allur strax í fyrsta hluta sögunnar. Samkvæmt orðanna hljóðan er það ljóð sem verður Bárði að aldurtila. Þegar kallið í róðurinn kemur er hann með hugann við bók sem hefur að geyma Paradísarmissi Miltons og les fram á síðustu stundu. Bárður „hallar bókinni þannig að skíman af lampanum nái til hennar, ljós sem nær að lýsa upp góða ljóðlínu hefur áreiðanlega náð tilgangi sínum“, (H&H bls. 33) segir um þetta þýðingarmikla atvik í bókinni. Það býr einstök fegurð í þessu örlagaþrungna augnabliki. Í því er fólginn sá fyrirboði er hrindir allri atburðarás trílógíunnar af stað. Fegurðarþráin og fróðleiksfýsn- in verða öllu öðru yfirsterkari og í huga Bárðar býr þetta bókmenntaverk yfir slíkum töfrum að honum finnst hann verða að hafa þá með í róðurinn. Hann er með allan hugann við að læra brot úr verkinu utan að áður en hann fer í róð- urinn og gleymir því stakknum sínum – sem verður honum að aldurtila. Hann frýs í hel í bátnum og skyndilega eru þessar fögru ljóðlínur orðnar að feigðar- boða: „nú kemur kvöld / og kufli steypir / heldur húmleitum / yfir hvaðvetna / fylgdi þögn því“ (H&H bls. 33). Það húmar sem sagt skyndilega og alltof snemma í lífi Bárðar, tilgangurinn ljóss- ins er ekki lengur að lýsa upp hugskot hans heldur vara hann við, en orðin ást- kæru ná ekki lengur til hans. Þögnin breiðist yfir. Bárður er fleirum en stráknum harmdauði. Andrea, sem bíður þeirra í landi verður aldrei söm, og væntanlega heldur ekki Sigríður unnusta Bárðar, sem veit ekki einu sinni að hann er dáinn. Þunga sorgarinnar tekst Jóni Kalman að skila til lesandans með örfá- um, hnitmiðuðum dráttum. Mennirnir taka Bárð úr bátnum, halda á honum „og stefna upp í búð. Það er næstum eins og jörðin svigni undan þunganum, samt er hún hörð af frosti, grjóti og milljónum ára, en dauður maður er svo miklu þyngri en sá sem lifir, ljósleiftur minninga orðið að dimmum, þungum málmi“ (H&H bls. 88). * Ljóðlínur Miltons (og Jóns Þorlákssonar frá Bægisá) búa yfir svo miklum styrk að einungis andartaki eftir að Bárður hefur verið lagður örendur á beitinga- borðið er strákurinn farinn. Hann telur sig skuldbundinn vini sínum að skila Paradísarmissi beinustu leið til réttmæts eiganda, Kolbeins skipstjóra í Plássinu (sem er blindur eins og Milton). Strák-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.