Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 103
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 103 búið að kynna svo marga til sögunnar; rekja svo margvísleg örlög að marga hnúta þarf að hnýta ef verkið á ekki bara að rakna upp í erindisleysu. En það gerir það svo sannarlega ekki. Eins og áður var getið hverfist þessi síðasti hluti á yfirborðinu mest um þorpslífið og þá þróun sem myndun þéttbýliskjarna fylgir. En þar fyrir utan er ástin fyrirferðarmikil í þessu bindi sem og valdabarátta og stéttaskipting. Jón Kalmann færir enn út efnistök sín og fjallar í þessu bindi einnig á afger- andi hátt um karlmennskuna og hlut- skipti kvenna. * Þegar hér er komið við sögu er strákur- inn búinn að átta sig á því að það var ekki bók sem varð Bárði að bana. Bárð- ur dó ekki af því að lesa ljóð Miltons, heldur vegna þess að Pétur formaður sneri of seint til baka í land. Hann dó vegna þess að „hér skiptir fiskurinn meira máli en lífið“, (HM bls. 1384) eins og strákurinn orðar það. Það var sem sagt græðgi manna sem draga fisk úr sjó sem drap Bárð. Dæmigerðir rammís- lenskir karlmenn á borð við Pétur for- mann og Jens landpóst – einnig Bjart í Sumarhúsum og Benedikt í Aðventu ef út í það er farið – „þora“ nefnilega, eins og Jens orðar það, þegar hann og strák- urinn rífast yfir áttunum í óveðrinu undir lok Harms englanna: „Karl- mennskan snýst um það að þora. Gefast aldrei upp. Og aldrei að beygja sig!“ (HE bls. 275). Strákurinn svarar: „Stundum eru menn eins og þú bara huglausir, þora ekki að hætta við. Pabbi drukknaði í skítaveðri, þeir fóru á sjóinn þrátt fyrir vont útlit en flestir fóru ekki neitt. Pétur þekkti formanninn. Mikið karlmenni, sagði hann, hræddist ekki neitt, aldrei. Þú hefðir átt að sjá augu Péturs þegar hann talaði um þennan formann, hefðir átt að sjá hvernig þau ljómuðu þegar hann lýsti hugrekki mannsins sem þorði ekki að víkja sér undan veðrinu, þorði ekki að víkja sér undan áhættunni. Þeir fórust allir sex. Og veistu hversu mörg börn misstu föður sinn? Hversu margar fjölskyldur voru leystar upp vegna karl- mennsku formannsins?“ (HE bls. 275). Í þessu rifrildi á fjöllum verða ekki einungis þáttaskil í lífi Jens heldur einn- ig í sögunni sem heild eins og síðan kemur fram í Hjarta mannsins. Þver- hausinn Jens áttar sig nefnilega og tekur ekki meiri áhættu á forsendum karl- mennskunnar eftir hrakninga þeirra stráksins, heldur snýr heim í faðm Sal- varar og til að forða systur sinni og föður frá örlögum niðursetninga. Eftir dvölina í húsi Geirþrúðar veit strákur- inn sem er að ekki getur farið öðruvísi en illa þegar ábatavon og áhættusækni er yfirsterkari öllu. Hann hefur orðið vitni að græðgi manna í fisk úti á sjó og einnig græðgi manna í fisk uppi á landi. Það fer ekki framhjá honum hvernig verslunareigandinn í þorpinu, sá sem allir nema Geirþrúður eiga líf sitt undir, reynir að knésetja Geirþrúði til að ná yfirráðum yfir fiskvinnslunni. Geirþrúður er um margt merkileg kvenpersóna. Hún er sjálfstæð, ræður yfir fjármagni og hefur um leið nokkur völd. Hún er ástkona bresks skipstjóra sem kemur af og til í Plássið og lætur sig einu gilda þótt hann sé giftur og hún forsmáð fyrir saurlifnað. Hún hefur hafnað hefðbundnu kvenhlutverki af því tagi sem lýst er undir lok Harms engl- anna og kallast á við þá karlmennsku- ímynd er krefst þess að konan þjóni manninum: „[…] því þannig hefur það alltaf verið, […] þær sofna seint en vakna á undan öllum, undirbúa og þjónusta á meðan þeir hvíla sig, meðan þeir lesa, læra að skrifa, meðan þeir mennta sig og ná forskoti, vald kallar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.