Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 103
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 103
búið að kynna svo marga til sögunnar;
rekja svo margvísleg örlög að marga
hnúta þarf að hnýta ef verkið á ekki
bara að rakna upp í erindisleysu. En það
gerir það svo sannarlega ekki.
Eins og áður var getið hverfist þessi
síðasti hluti á yfirborðinu mest um
þorpslífið og þá þróun sem myndun
þéttbýliskjarna fylgir. En þar fyrir utan
er ástin fyrirferðarmikil í þessu bindi
sem og valdabarátta og stéttaskipting.
Jón Kalmann færir enn út efnistök sín
og fjallar í þessu bindi einnig á afger-
andi hátt um karlmennskuna og hlut-
skipti kvenna.
*
Þegar hér er komið við sögu er strákur-
inn búinn að átta sig á því að það var
ekki bók sem varð Bárði að bana. Bárð-
ur dó ekki af því að lesa ljóð Miltons,
heldur vegna þess að Pétur formaður
sneri of seint til baka í land. Hann dó
vegna þess að „hér skiptir fiskurinn
meira máli en lífið“, (HM bls. 1384) eins
og strákurinn orðar það. Það var sem
sagt græðgi manna sem draga fisk úr sjó
sem drap Bárð. Dæmigerðir rammís-
lenskir karlmenn á borð við Pétur for-
mann og Jens landpóst – einnig Bjart í
Sumarhúsum og Benedikt í Aðventu ef
út í það er farið – „þora“ nefnilega, eins
og Jens orðar það, þegar hann og strák-
urinn rífast yfir áttunum í óveðrinu
undir lok Harms englanna: „Karl-
mennskan snýst um það að þora. Gefast
aldrei upp. Og aldrei að beygja sig!“ (HE
bls. 275). Strákurinn svarar: „Stundum
eru menn eins og þú bara huglausir,
þora ekki að hætta við. Pabbi drukknaði
í skítaveðri, þeir fóru á sjóinn þrátt fyrir
vont útlit en flestir fóru ekki neitt. Pétur
þekkti formanninn. Mikið karlmenni,
sagði hann, hræddist ekki neitt, aldrei.
Þú hefðir átt að sjá augu Péturs þegar
hann talaði um þennan formann, hefðir
átt að sjá hvernig þau ljómuðu þegar
hann lýsti hugrekki mannsins sem þorði
ekki að víkja sér undan veðrinu, þorði
ekki að víkja sér undan áhættunni. Þeir
fórust allir sex. Og veistu hversu mörg
börn misstu föður sinn? Hversu margar
fjölskyldur voru leystar upp vegna karl-
mennsku formannsins?“ (HE bls. 275).
Í þessu rifrildi á fjöllum verða ekki
einungis þáttaskil í lífi Jens heldur einn-
ig í sögunni sem heild eins og síðan
kemur fram í Hjarta mannsins. Þver-
hausinn Jens áttar sig nefnilega og tekur
ekki meiri áhættu á forsendum karl-
mennskunnar eftir hrakninga þeirra
stráksins, heldur snýr heim í faðm Sal-
varar og til að forða systur sinni og
föður frá örlögum niðursetninga. Eftir
dvölina í húsi Geirþrúðar veit strákur-
inn sem er að ekki getur farið öðruvísi
en illa þegar ábatavon og áhættusækni
er yfirsterkari öllu. Hann hefur orðið
vitni að græðgi manna í fisk úti á sjó og
einnig græðgi manna í fisk uppi á landi.
Það fer ekki framhjá honum hvernig
verslunareigandinn í þorpinu, sá sem
allir nema Geirþrúður eiga líf sitt undir,
reynir að knésetja Geirþrúði til að ná
yfirráðum yfir fiskvinnslunni.
Geirþrúður er um margt merkileg
kvenpersóna. Hún er sjálfstæð, ræður
yfir fjármagni og hefur um leið nokkur
völd. Hún er ástkona bresks skipstjóra
sem kemur af og til í Plássið og lætur sig
einu gilda þótt hann sé giftur og hún
forsmáð fyrir saurlifnað. Hún hefur
hafnað hefðbundnu kvenhlutverki af því
tagi sem lýst er undir lok Harms engl-
anna og kallast á við þá karlmennsku-
ímynd er krefst þess að konan þjóni
manninum: „[…] því þannig hefur það
alltaf verið, […] þær sofna seint en
vakna á undan öllum, undirbúa og
þjónusta á meðan þeir hvíla sig, meðan
þeir lesa, læra að skrifa, meðan þeir
mennta sig og ná forskoti, vald kallar