Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 104
D ó m a r u m b æ k u r 104 TMM 2012 · 1 alltaf á óréttlæti og þó lífið sé hugsan- lega fagurt þá er manneskjan ófullkom- in“ (HE bls. 281–2). Í upphafi Hjarta mannsins er strák- urinn vakinn upp – nánast frá dauðum – með kossi. Sú sem kyssir hann heitir Álfheiður, ung kona sem eignast hefur barn í lausaleik og vinnur fyrir sér á Sléttueyri, þorpi sem er enn minna en Plássið. Hún skilur heiminn á áþekkan hátt og Geirþrúður og hefur um leið alla burði til að láta að sér kveða. Hún bend- ir stráknum á að ef guð hefði raunveru- lega viljað breyta heiminum; „… hefði hann sent dóttur sína, ekki soninn. Dóttir Guðs hefði dregið fram það allra versta í manninum, hún hefði verið barin og svívirt og niðurlægð og Róm- verjarnir nauðgað henni fyrir krossfest- inguna. Hún hefði afhjúpað það versta í okkur og það hefði kannski dugað til að breyta ykkur. Þið karlmenn hefðuð ekki komist hjá því að reyna að skilja hvað það þýðir að vera kona, hvað við höfum þurft að þola, hvað það þýðir að vera alltaf undir, hvað það þýðir að fæðast annarsflokks. En Guð skilur ekki kon- una og sendi því son sinn“ (HM bls. 63). Þessi sannleiksorð ber Álfheiður fram við jarðarför konunnar sem strák- urinn og Jens drógu yfir heiðina, á meðan hundarnir í þorpinu taka lífið fram yfir dauðann með því að „ríða undir kistunni“ (HM bls. 63). Atvikið er í senn gætt djúpvisku og húmor, skáld- legum hálfkæringi sem minnir á Hall- dór Laxness. Það þjónar jafnframt þeim tilgangi að stilla Álfheiði upp sem yngri hliðstæðu Geirþrúðar. Ef framtíð stráks- ins var ekki endanlega ráðin af kossi Álfheiðar, þá ræðst hún undir þessum lestri hennar. Hann og Álfheiður hljóta að enda saman, þótt hann átti sig reynd- ar ekki til fullnustu alveg strax og þurfi að flækjast svolítið fyrst til að koma öðrum sögupersónum á viðunandi stað í bókarlok. Enda fer það svo að í Hjarta mannsins verða til ólíkindalegustu sam- bönd á milli karla og kvenna, ekki síst þegar hilla fer undir sögulok. Geirþrúður hefur sankað undir sinn verndarvæng fólki af ólíku sauðahúsi. Allt á það þó sammerkt að hafa brotið af sér einhverja fjötra hefðbundins lífs og á þar af leiðandi í fá önnur hús að venda. Undir hennar þaki verður til sundurleit menningarklíka sem hugsanlega gæti risið í borgarastétt án þess að verða græðginni að bráð eins og þeir sem standa með Friðriki faktor og Tryggva verslunareiganda – manninum sem lifir í vellystingum erlendis og kemur ein- ungis heim einu sinni á ári til að láta dást að sér og treysta völd sín. Auð sinn hefur Geirþrúður eignast með hagsmunasamböndum, í upphafi við fyrsta eiginmann sinn, síðan við bókasafnarann Kolbein, og loks Snorra, sveimhugann tónelska sem á Snorra- verslun og er í vonlausri samkeppni við hið raunverulega auðvald Tryggvaversl- unar. Auk þessara fjárhagslegu hags- munaaðila eru aðrir í húsinu sem gegna mismunandi hlutverkum svo sem Helga, trúnaðarvinkona Geirþrúðar sem er sigld og kann ensku, Andrea sem flúið hefur undan Pétri formanni, Ólafía sem leitar stundum til þeirra í ógöngum sínum vegna drykkju eiginmanns síns, og Einar sem líkt og Andrea og strákur- inn flýr ofríkið í verinu. Raunar má bæta Gísla skólastjóra við þennan hóp því svo fer að Geirþrúður telur hann á að giftast sér eftir að henni hafa verið settir afarkostir af valdamönnum þorps- ins. Giftingin þjónar hagsmunum beggja, breski skipstjórinn hefur á þess- um tímapunkti farist í sjóslysi svo Geir- þrúður tekur ákvörðun um hjónaband rétt eins og hver önnur viðskipti, því að öðrum kosti mun hún missa allt. Sögunni lýkur á ferðalagi þessa fríða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.