Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 105
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 105 hóps yfir á Vetrarströndina þar sem Geirþrúður og Gísli eru pússuð saman. Jafnframt kippir Helga Einari upp í til sín en áður hafði Jens snúið til sinnar Salvarar, Andrea tekið saman við kot- bóndann sem missti konu sína í miðju- bókinni, Oddur náð saman við Rakel og meira að segja Snorri kaupmaður fundið samhljóm með Huldu, ófríðu stúlkunni af hótelinu. Öll þessi sambönd sem verða til eru í sögunni merkilegur vitn- isburður um hugrekki til að breyta högum sínum, taka áhættu og lifa, frek- ar en búa í einsemd eða við kúgun. * Enn eitt ástarsamband til viðbótar er í burðarliðnum á þessum tímapunkti í verkinu, en það þarf þó eina átakasenu á hafi úti til viðbótar – vitaskuld í óveðri – til að koma því heim og saman. Strák- urinn lætur það eftir Kolbeini blinda að ferja hann á litlum báti yfir á Sléttueyri þegar allir aðrir eru í brúðkaups- og ást- arbríma í húsi prestsins á Vetrarströnd- inni. Ferðin hefur líka tilgang fyrir strákinn sjálfan og enn eru það orðin sem toga hann af stað. Á Sléttueyri bíður nefnilega Álfheiður og vonast eftir því að strákurinn hlýði því kalli sem hún hefur sent honum bréfleiðis. Kol- beinn ætlar sér þó aldrei að fara ferðina á enda, heldur steypa sér í sjóinn með Milton innanklæða. Frásögnin af þessari síðustu bátsferð er með áhrifaríkustu köflum í öllum þessum mikla bálki Jóns Kalmans um strákinn og ekki síðri en upphafskaflinn með Bárði. Ef kaflinn í Himnaríki og helvíti var hlaðinn óhugnanlegu raunsæi, þá er sá síðari mótaður af töfraraunsæi. Hann er ekki síður mynd- rænn en sá fyrri og tvinnaður táknum sem lifað hafa verkið út í gegn. Segja má að höfundinum takist að draga alla þræði sögu sinnar saman; hugleiðingar um hafið, um dauðann, um fallvaltleik- ann, lærdóminn, hamingjuna og ekki síst orðin. Tilfinningaríku hinsta bréfi móður stráksins er loks teflt fram í heild. Það endar á ákalli: „Lifðu, eins og þú getur, lifðu!“ (HM bls. 370), sem loks skýrir ákafan lífsvilja stráksins í gegn- um allar þær hremmingar sem honum hafa mætt. Ósk móðurinnar virðist þó ekki eiga að rætast, því það sem strákur- inn óttast mest, að drukkna eins og pabbi sinn, virðist skyndilega ætla að verða að veruleika. Kolbeinn er svo klaufskur við að steypa sér útbyrðis að hann hvolfir bátskelinni svo þeir lenda báðir í sjónum. Í þessum bókmenntalega óði til sjó- manna fortíðar, sem trílógían um strák- inn vissulega er, kemur nokkrum sinn- um fram sú undarlega staðreynd að íslenskir sjómenn um aldamótin 1900 kunnu ekki að synda. Og það kann strákurinn ekki heldur og er því bjarg- arlaus í hafinu. Þá kemur aftur til kasta Álfheiðar, stúlkunnar sem kyssti hann til lífsins í læknishúsinu, því hún er flugsynd. Hún hefur fylgst með bátnum, beðið hans, og nær að draga strákinn úr hrammi hafsins inn í hellisskúta í sjávar klöpp. * Það fer vel á því að höfundur gefi ekki upp hvort sú ástarstund er þau njóta þar strákurinn og stelpan er þeirra síðasta; óljóst er hvort hafið mun taka þau með sér eða þyrma þeim. ýmis björt teikn hvað það varðar eru á lofti frá höfund- arins hendi ef taka má mark á vísunum í bókmenntaarfinn. Álfheiður nútímaleg stúlka og því ekki fisjað saman frekar en öðrum kvenpersónum sem kunna að synda í bókmenntasögunni. Sund hefur í sögum kvenna ýmist verið tákn frelsis þeirra eða hæfileikans til að lifa af. Nægir að nefna Ednu, söguhetju Kate
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.