Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 108
D ó m a r u m b æ k u r
108 TMM 2012 · 1
finna í eigu ættingja þeirra í Danmörku
og Svíþjóð; að því ég best veit hefur
aldrei verið reynt að fá þau hingað til
sýninga. Auk þess er kirfilega órannsak-
aður hlutur margra annarra myndlistar-
manna, þannig að enn búum við ekki
yfir fullnægjandi upplýsingum um
mörg tímabil íslenskrar listasögu.
Formgerð listasögunnar
Nú er líkast til freistandi að setja ein-
hvers konar jafnaðarmerki milli þess
fjársveltis sem íslenskar myndlistar-
stofnanir hafa löngum búið við og þeirr-
ar ávöntunar sem hér er minnst á. Ég
fullyrði hins vegar að þessar stofnanir
hafa ævinlega haft aðgang að fjármagni
til skipulegra rannsókna og sýninga á
verkum helstu listamanna og veglegrar
útgáfustarfsemi, ýmist einar og sér eða
með fulltingi sjóða og einstaklinga.
Hængurinn er sá að það hefur aldrei
verið talið til forgangsverkefna á þeim
listastofnunum sem ég þekki til að
stoppa í götin, draga lítt þekkta lista-
menn fram í dagsljósið eða varpa nýju
ljósi á þá listamenn sem við þykjumst
þekkja til hlítar. Í staðinn hafa menn æ
ofan í æ notað fyrirliggjandi fjármagn
til að setja upp málamyndasýningar
með lágmarksupplýsingum á verkum
listamanna sem þegar hafa hlotið
umtalsverða athygli. Eða þá að efnt
hefur verið til „konseptsýninga“, þar
sem megináherslan er lögð á að finna
verkum stað innan vébanda einhvers
konar heimatilbúinnar eða aðfenginnar
hugmyndafræði fremur en að auka
þekkingu á tilurð þeirra og þróun í
íslensku samhengi.
Engu að síður hefur ýmislegt verið
unnið til hagsbóta fyrir íslenska lista-
sögu á síðastliðnum áratugum, og ber
þar fyrst að nefna listasögu Björns Th.
Með hliðsjón af þeirri heimildafátækt
sem hann stóð frammi fyrir við upphaf
söguritunar sinnar og hann lýsir hér í
upphafi, – er óhætt að segja að afrakst-
urinn sé menningarlegt stórvirki. List-
sýn Björns er heildstæð og persónuleg.
Sömuleiðis eru markmið hans skýr: að
gera framvindu myndlistarinnar í land-
inu aðgengilega almenningi og leita um
leið svara við spurningum um einkenni
íslenskrar myndlistar á hverjum tíma,
tengsl hennar við alþjóðlega listasögu og
íslenska menningu.
Frá Birni er komin sú „formgerð“
íslenskrar listasögu sem enn er stuðst
við í stórum dráttum, jafnvel í þeirri
sögu sem nú hefur verið gefið út í fimm
bindum: forsagan á 19 öld, svo koma
frumherjarnir, önnur kynslóð þróar
áfram landslagsmálverk frumherjanna,
þorpsmálverkið bætist við og þróast
smám saman í átt til abstraktbyltingar á
sjötta áratugnum. Myndefnið í listasögu
Björns hafa síðari tíma listfræðingar
einnig haft til hliðsjónar í listsöguritun
sinni allar götur síðan, sjá t.d. afmælisrit
Listasafns Íslands frá 1985 og yfirlitsrit-
ið Í Deiglunni sem safnið gaf út 1994.
Helstu kostir Björns sem söguritara,
fyrir utan stílsnilld sem gerir listaverk
ljóslifandi og sagnfræði auðlæsilega, var
annars vegar sú staðreynd að hann var
samtímamaður flestra þeirra listamanna
sem hann fjallar um, þekkti marga
þeirra persónulega og var tíður gestur á
vinnustofum þeirra; skrif hans hafa því
verulegt heimildagildi. Björn leggur sig
einnig fram um að fjalla af sanngirni
um myndlistarmenn, jafnvel þá sem
hann hafði litla velþóknun á. Hann
tíundar skilmerkilega helstu kosti
þeirra, oft í löngu máli, og tilgreinir
ágalla þeirra síðan í einni eða tveimur
málsgreinum í niðurlagi.
Þótt hægur vandi hefði verið að færa
listasögu Björn til nútímalegra horfs,
leiðrétta villur, prenta myndefni upp á
nýtt í réttum litum og bæta við efni sem