Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 125
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 125
(74) að þar sé um að ræða viðbrögð hans
við setningu í litlum þætti í bók Thors,
Andlit í spegli dropans. En þar er talað
um að „þá lygi sem er kjarni kynhverf-
ingalífsins þar sem náttúran hefur logið
að sjálfri sér“.7 Vel getur verið að lítils-
virðingar um annað skáld sömu kyn-
slóðar, Hannes Pétursson, (52) eigi sér
helst forsendu í aðdáun Hannesar á
skáldinu Rilke, sem Þórður telur
„ómerkilegasta gelding heimsbók-
menntanna“8 – meira þurfti ekki til.
Hliðargrein af reiðilestri yfir þeim
sem ekki lifa í merkri list og kynlífi er
ómæld fyrirlitning á brennivínsdýrkun
sem vitanlega hefur verið meiri en nóg
hjá löndum Þórðar, menntamönnum
sem öðrum. Að taka þennan „ómerki-
legasta fátækradrykk veraldar“ fram yfir
ágætar bækur og tónlist er höfuðsynd
sem ekki er fyrirgefin. Skondin er frá-
sögn Þórðar af því þegar einhver kunn-
ingi hans týndi öðru bindi „bestu bókar
heims“ sem hann hafði lánað honum og
Þórður lét hann þá borga morð fjár í
skaðabætur með mánaðarlegum afborg-
unum. Hann bætir við: „Mikið er
gaman að geta gefið íslenskum mennta-
mönnum, skáldum og rithöfundum
utan undir með því að virða eina bók
hærra en eina brennivínsflösku“ (43).
Ræða Þórðar er öll já já og nei nei og
hún miðast öll við viðhorf og þarfir hans
sjálfs. Eins og lasti getur hann hlaðið á
menn ómældu lofi ef hann þykist sjá í
þeim samherja um einhverja grein síns
fagnaðarerindis. Þeir menn eru óvið-
jafnan leg mikilmenni eins og hann jafn-
an kallar æskuvin sinn Erlend í Unuhúsi
og bætir því við að hann „sé ekki þess
verðugur að nefna nafn þessa mikla
göfug mennis“ (217). Sumir fá stundum
að heita snillingar en stundum eitthvað
allt annað eins og Halldór Laxness. Frá
öllu eru frávik: hvað sem öllu níði um
trúmenn líður átti Þórður til að játa að
sumir menn hafi lifað stórmerkilegu
trúarlífi. Hann viðurkenndi fúslega að
ungur ástvinur hans sem veslaðist upp úr
holdsveiki hafi sannarlega þurft á trú á
annan heim að halda: „mikið hafði mað-
urinn þjáðst“.9 Íslenskir menntamenn
voru rolur og fábjánar – en þó ekki Jón
prófessor Helgason eða Þorsteinn Gísla-
son. Af hverju Þorsteinn? – Jú, hann
„sagði sálmaskáldunum að éta skít“ (93)
– og var þar með orðinn bandamaður
Þórðar. Af hverju lætur hann Árna Berg-
mann sleppa við skammir fyrir það að
umgangast allskonar menntamanna-
drull? Vegna þess að hann var svo „fínn
mannþekkjari“ að hann „var fljótur að
átta sig á yfirburðum hins gáfaða og göf-
uga Kristjáns Helgasonar“ (204). Með
öðum orðum: reyndist besta vini Þórðar
vel. Vel á minnst Kristján: allir fá í texta
Þórðar skarpa skömm fyrir drykkjuskap,
nema einmitt Kristján, Kristján er aldrei
„fyllibytta“, hann hefur barasta „mann-
lega bresti“ (204).
Það er vafalaust rétt sem Hjálmar
Sveinsson segir í eftirmála, að þá heift
sem einkennir alla málsvörn Þórðar
fyrir sínu lífi má rekja til „bælingar
kynhneigðarinnar sem hann fann sterkt
fyrir í íslensku samfélagi“ (221). Það var
eins og fyrr var nefnt ekkert gamanmál
að vera hommi í litlu og fordómafullu
samfélagi og rökrétt að líta svo á að
reiðilestur Þórðar sé hefnd hommans
fyrir ótal margt sem á hlut hans líka
hefur verið gert. Ofsinn í karlinum er
alloft fyndinn, einkum ef visst sjálfsháð
er látið fylgja með. En fordæmingarþul-
an verður þegar til lengdar lætur stagl-
söm og um leið skelfing fyrirferðarmikil
í textanum. Mér finnst allt þetta gera þá
sjálfsmynd sem karlinn skilur eftir sig
fátæklegri og einhæfari en efni stóðu þó
til. Og oftar en ekki særir hann sárasak-
lausa lifendur og dauða með þeim hætti
að engin ástæða er til að afsaka það.10