Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2012 · 1 elst upp hjá ömmu sinni við gæsku og fátækt, skólagöngu sem lýkur í Kenn- araskólanum, unglingaástum sem og því, hvernig Elías byrjar að fikra sig áfram á skáldabraut. Þorsteinn hefur þann sið að vitna mjög ítarlega í heim- ildir – mest minnisblöð ýmisleg frá Elíasi sjálfum, sem hugðist reyndar á efri árum skrifa bók um ömmu sína og hafði dregið margt til hennar. Ef til vill hefði mátt fara sparlegar með þau gögn, sem og bréf sem síðar eru mikið notuð, en þau hafa þann ótvíræðan kost að koma lesandanum í sterka nálægð við persónur og tíðaranda. Ég nefni til dæmis skondinn palladóm um Elías eftir skólabróður hans í Kennaraskólan- um, þar sem við fréttum ýmislegt um ungan mann á sannleiksleitarróli ein- hversstaðar á milli Marx og kaþólsku kirkjunnar – allt undir yfirþyrmandi áhrifum frá Halldóri Laxness. En fróðlegast fyrir framhald þessa ferils er upprifjun á feiminni hrifningu Elíasar af ungri stúlku, Jóhönnu Þor- gilsdóttur, sem heldur fyrir honum vöku unglingsárin og reyndar fram yfir tví- tugt. Bæði vegna þess að þessi ófram- færna ást úr vandræðalegri fjarlægð gengur aftur í skáldsögu Elíasar Man ég þig löngum – og svo segir hún sína sögu um erfiða óvissu Elíasar um sína kyn- hneigð. Hann kvaðst hneigjast að báðum kynjum, vera bísexúel – lék sér reyndar stundum að orðaleiknum: to be or not to be bí… Og það er Jóhönnusag- an sem staðfestir það ágætlega að hann fer með rétt mál – og verður um leið röksemd gegn þeirri ásökun Þórðar Sig- tryggssonar, að Elías hafi þóst hafa áhuga á stúlkum bara til að blekkja „þann ógeðslega skríl“ sem hann umgengst (139–141). Hitt er svo vert að muna, að bísex- úalitet Elíasar er ekki einhverskonar helmingaskipti: það eru strákarnir sem hafa betur. Og hér kemur fyrr eða síðar að Þórði, sem amma Elíasar hafði fengið til að kenna drengnum á orgel. Þórður sat á strák sínum allt þar til amma Elí- asar var látin og hann 17 ára en þá tóku þeir félagar upp ástarsamband sem lengi stóð. Þórður var 34 árum eldri – og sá gjarna í sambandi þeirra Elíasar gamalt grískt mynstur – samband meistara og lærisveins, sem um leið er erótískt og Þorsteinn gerir nauðsynlega grein fyrir (146–149). Þorsteinn rekur ekki tíðindi af þeirra samskiptum fyrr en komið er fram um 1950. Verður þar þá römmust lesning tilraun Þórðar til að hrekja frá Elíasi vinkonu hans með því að skrifa henni meir en nóg um kynni þeirra Elí- asar. En Þórður beitti þeirri aðferð oftar en ekki þegar hann vildi „allt eða ekk- ert“ í sambandi við unga menn að hrekja frá þeim kærustur með sönnum eða upplognum sögum af því hve ræki- lega hann hefði notið strákanna. Þetta bréf sætir einna mestum tíðindum í þeim bardaga með lofi og lasti sem Þórður á í um og við Elías og þá sem hann umgengst. Þorsteinn Antonsson kemst að þeirri niðurstöðu að þarna sé að hefjast stríð sem verði svo með ýmsum hætti helsta orsökin fyrir því að Elías hættir að skrifa. Þorsteinn veit vitanlega að margt fleira kemur til greina og getur þess eins og síðar verður vikið að. En þegar allt er saman tekið verður Þórður hjá bókar- höfundi helstur sökudólgur í þessum efnum – og þá ekki síst samstarf þeirra Elíasar um texta þann sem Elías skrifaði upp og birtur er í bókinni Mennt er máttur. Þorsteinn segir m.a. að eftir ýmsar sviptingar í einkalífi Elíasar hafi „kennari hans í erótískum málefnum“ þ.e.a.s. Þórður, náð „á honum taki sem Þórður sleppti ekki síðan meðan báðir lifðu. Á sjötta áratugnum batt Þórður Elías með ritun ævisögunnar tilfinn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.