Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 131 sem hún misskilur mig eða reynir að sýna mér óvirðingu“ (160). Það eru þessi viðhorf Elíasar, sem mætti bæði kalla kristileg og búddísk ef menn vilja – eða þá kenna við „heimspeki ömmunnar“ í íslenskum bókmenntum, sem mæla með honum sem persónu og vini. Og gera hann um leið sem mann og rithöfund varnarlausan í hörðum heimi frekju- hunda eins og þeirra frænda Þórðar og Ragnars, sem eru því vanastir að fara sínu fram, hvað sem hver segir. Í öðru lagi: vera má að hans eigin sjálfsgagnrýni hafi ráðið miklu um að Elías „greip um kverkarnar á eigin söng“ eins og rússneska skáldið Maja- kovskij kvaðst hafa gert. Sjálfstraust má sverfa niður bæði að utan og innan. Skáld sem berst fyrir sínum stað á bóka- safni heimsins er ekki í friði fyrir öðrum höfundum plássfrekum. Elías er af þeirri kynslóð höfunda sem stendur í skugga Halldórs Laxness og mikilla sigra hans. Þeir yfirburðir eru líklegir til að virka lamandi á skapandi þrótt skuggabúa. Annað er, að náinn vinur Elíasar í rithöfundastétt, Guðbergur Bergsson, tilheyrandi næstu kynslóð – hann hefur sloppið af halldórsgaleið- unni, hann fer sínu fram og nær að skrifa um „aktúel“ hluti með sérlega áleitnum hætti, eins og Elías taldi öðru nauðsynlegar16 – og um leið að slíta sig frá skáldsöguhefð með mun róttækari hætti en Elías gerði sjálfur. Elías lenti með skáldskap sinn milli steins og sleggju, milli kynslóða Halldórs og Guð- bergs, milli raunsæishefðar og uppreisn- ar gegn þeirri hefð. Hann fann ekki þann tón, þann stíl, þá aðferð sem herti á „aktúaliteti“ metnaðarverks hans. Sól- eyjarsögu. Svo er annað: Það er ljóst af mörgu í bók Þorsteins og öðrum gögn- um að staða hommans eða hins bísexú- ala hefur, eins og eðlilegt er, verið mið- læg í hugsun og tilfinningalífi Elíasar. Sá eldur er heitastur brann á honum sjálfum. En hann lét ekki verða af því að gera þau mál að viðfangsefni sínu, þótt hann hefði haft hug á því í framhaldi skáldsögunnar Man ég þig löngum sem aldrei var skrifað. Þorsteinn Antonsson vitnar í minnisbók sem Elías skrifar „á gamals aldri“ m.a. þetta: „Ef vel væri þyrfti ég að skrifa mína eigin kyn- þroska- og kynlífssögu. En ég þori það varla“ (71). Ef til vill fannst honum að með því „hugleysi,“ eins og Þórður hefði kallað þögn hans, hefði hann brugðist sjálfum sér. Skömmu fyrir andlát Þórðar Sigtryggs- sonar heimsótti ég hann á Landakots- spítala. Hann var hress í tali að vanda, sagði skrýtnar sögur, m.a. af „íslenskri skólastelpu í París“ sem þótti svo gott hold, að send var flugvél frá Englandi til að forða henni undan her Hitlers í stríðsbyrjun árið 1940. Hann vitnaði enn og aftur í vin sinn Erlend í Unuhúsi sem hafði sagt, að hann lifði meira lúxus lífi en nokkur miljónamæringur og sagði það mesta afrek sitt í lífinu að hafa lifað því án þess að lenda í fangelsi eða á Kleppi. Hann kvaðst enga virð- ingu bera fyrir dauðanum og ekki óttast hann. En svo bað hann mig að færa sér vatnssopa og sagði með undarlegri beiskju í röddinni: „Mér þykir svo vænt um vatn. Þess vegna á ég engan vin.“ Þetta var ekki réttmæt kvörtun. Þórður var ekki einn vegna þess að hann tæki vatn fram yfir brennivín. Nær hefði verið að segja, að óhemju- skapur hans sjálfs hefði einangrað hann með ýmsum hætti, því flestir sem hann þekktu lærðu að halda sig í vissri fjar- lægð frá honum vegna þess að aldrei vissu þeir á hverju þeir ættu von. En það verður ekki sagt um Elías. Hann var Þórði, þrátt fyrir allt, sá vinur sem varð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.