Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2012 · 1 menntanna, hann reynir að henda reiður á lífið með hjálp skáldskapar. Frásögnin er sögð í fyrstu persónu, sett fram sem nokkur konar minningasaga þar sem sögumaður tengir sífellt hug- leiðingar sínar og minningar við bók- menntir enda sér hann lífið fyrir sér sem ljóðaúrval: „Lífið. Selected poems“, eins og segir á síðu 88 og víðar í bók- inni. Í heimi Sýrópsmánans f léttast sem sagt stöðugt saman heimur skáldskapar- ins og heimur hins áþreifanlega „veru- leika“. Og kannski má segja að í því sé fólgin tilraun sögumanns til að að reyna að brjóta niður það þykka „skilrúm“ sem tímar okkar „hafa fyrir löngu smíð- að […] milli draums og veruleika“. Þarna á milli „liggja engin leynigöng lengur“ því „þetta skilrúm er þykkara en Kínamúrinn enda var það mun leng- ur í smíðum en hann og kostaði fleiri mannslíf“ (39). Í skrifum um Sýróps- mánann er talað um texta Eiríks sem „dulkóðaðan“ hvað þetta varðar og að lesandinn finni stöðugt fyrir þörf til að rekja þræðina út úr verkinu í leit að dýpri skilningi á söguheimi þess (sjá t.d. ritdóm Hjalta Ægissonar á vef Víðsjár- þáttar Ríkisútvarpsins og lýsingu í umsögn dómnefndar Menningarverð- laun DV). Það getur áreiðanlega verið skemmtilegur leikur að grafast fyrir um rætur allra textatengsla og vísana í Sýrópsmánanum en það er hins vegar ekki nauðsynlegt; bókarinnar má njóta án þess, enda hlyti hún að teljast mis- heppnuð sem sjálfstætt listaverk ef svo væri ekki. Hins vegar víkkar það að sjálfsögðu merkingarheim textans þegar lesandi ber kennsl á vísanir og tengsl. Þótt frásögn Sýrópsmánans fylgi ekki línulegum frásagnartíma, skipti á milli nokkurra sögusviða og víða sé skotið inn stuttum hugleiðingum – eða örfáum orðum – á milli lengri kafla þá er hér engu að síður um heildstæða frásögn að ræða að mestu leyti. Sögusviðin eru fjögur. Í fyrsta lagi Reykjavík undir oki þokunnar, eins og lýst hefur verið. Í öðru lagi lítið þorp úti á landi þar sem sögumaður hverfur aftur til bernsku sinnar þegar hann bjó hjá ljóðelskum afa sínum. Í þriðja lagi Ítalía, en þangað fer sögumaður ásamt konu sinni og barnungum syni í því skyni að flýja þokuna og hlúa að ástarsambandi sem virðist í brotum. Hann kemst þó að því að erfitt að flýja þokuna því „þessi borg, Reykjavík, er víðar en ætla má af landa- kortinu […] Borgarbúi er ekki fyrr far- inn burt en borgin heldur í humátt á eftir honum“ (82). Fjórða sviðið er svo hugarheimur sögumanns, eins og áður er lýst, og sem stundum virðist ekki síður slungið þoku en hinn áþreifanlegi heimur. Eins og í fyrri bókum sínum, 39 þrep á leið til glötunar (2004) og Undir himninum (2006) er Eiríkur Guð- mundsson öðrum þræði að leika sér að formi sjálfsævisögunnar og eflaust ekki tilviljun að fyrsta vísun hans til annars bókmenntaverks er í skáldævisögu Nabokovs, Look at the Harlequins. Hugleiðingar um minni og gleymsku koma víða við sögu: Sumt man ég vel. Annað man ég alls ekki. Eitthvað hef ég skrifað í dag- bókina mína, margt er þar afar óljóst því stundum hef ég gripið til dulmáls, sem blekkir engan nema sjálfan mig. Það er eins og einhver eða eitthvað tali upp úr svefni, en það er ævisaga mín. (13) Stuttu síðar segir: „Það má vel vera að lyfin sem ég tók á unga aldri, allt of snemma, hafi gert mig að vafasamri heimild, til frambúðar“ (15). Rétt á eftir fer sögumaður í fylgd vinar síns til grímugerðarmanns og grímur og spegl- ar reynast meðal hinna gegnum gang- andi stefja frásagnarinnar; allt kunnug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.