Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 140

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2012 · 1 samfélagi. Í annan stað kæmi þetta stjórnarfar í veg fyrir skynsamlegar og upplýstar stjórnvaldsákvarðanir. Spill- ingin er óhjákvæmilegur fylgifiskur þingstjórnarinnar var sagt. Það er auð- sætt, sagði Guðmundur Finnbogason, að maður sem væri „búinn öllum kostum sem þarf til að verða hinn nýtasti þing- maður gæti farið halloka fyrir öðrum er skorti flest til þess en væri lygnari og lagnari“. Hittir naglann á höfuðið. Merkileg er sú ábending Ragnheiðar að aðaláhersla Íslendinga á nítjándu öld hafi verið á að stjórnarstofnanir væru innlendar en ekki endilega á innihald stofnananna. Við fengum þingræði af því að Danir vildu þingræði en ekki vegna þess að krafan um þingræði væri fremst á kröfulista okkar. Taflan á bls. 94 og 95 er athyglisverð. Þar kemur skýrt fram að hér á landi hefur alltaf verið þingræði í þeim skiln- ingi að meirihluti alþingis hefur alltaf stutt eða þolað ríkisstjórnina. Greinargerð Ragnheiðar sýnir hvern hug þingmenn báru til málskotsréttar- ins þegar stjórnarskráin var sett 1944. Þingmenn lögðu áherslu á að forseti ætti ekki hafa meiri völd en konungur hafði. Einar Olgeirsson var einn þeirra sem virkastur var í umræðunni á alþingi þegar stjórnarskráin var afgreidd. Ragn- heiður segir um málflutning Einars: „Ef til ágreinings kæmi milli þings og for- seta ætti þingið að ráða. Hann sagðist ekki vilja rýra vald alþingis og skapa nýtt vald til hliðar við það, embætti sem hefði verið valdameira en konungsemb- ættið hefði verið.“ Sama viðhorf kom fram hjá flokksbróður hans Brynjólfi Bjarnasyni en til þeirra er vitnað hér vegna þess að Sósíalistaflokkurinn barð- ist ákafast fyrir því að forseti yrði þjóð- kjörinn en ekki kosinn á alþingi. Flestir þingmenn litu svo á að þrátt fyrir stofnun lýðveldis væri enn eftir að taka ákvarðanir um valdsvið forsetans og hlutverk. Alþingi hefur hins vegar aldrei í 67 ár tekið af skarið um þetta mál. Það hafa ekki verið sett lög um for- setaembættið né leikreglur af neinu tagi, það er ekki skriflegar. Þess vegna hefur núverandi forseti tekið sér mikið svig- rúm og hefur komist upp með það þrátt fyrir andstöðu allra ríkisstjórna sem starfað hafa í hans tíð. Ragnheiður rekur nokkuð tillögur um breytingar á stjórnarskránni eftir 1944. Nefnir fjölda dæma um áhyggjur manna af flokksræði. Greinilegt er að það hefur verið í gangi svo að segja allar götur frá stofnun lýðveldis – og fyrr – andúð á flokkunum og því sem þar ger- ist. Það verður að teljast merkilegt en er í leiðinni til sannindamerkis um það að stjórnmálamenn sem starfa í flokkun- um hafa ekki verið færir um að veita umræðunni forystu þannig að fólk gæti greitt úr klisjuslæðunum sem umlykja alla stjórnmálaumræðu á Íslandi. For- ystuleysi í umræðum er reyndar eitt aðalvandamál stjórnmálaumræðunnar á Íslandi. Öskrin verða þess vegna ein- kenni samtalsins en ekki rökræðan. Þarf ítarlegri lagaákvæði Ragnhildur Helgadóttir bendir á að lýð- ræðisrök með þingræðinu „missa mikið af vægi sínu þegar þjóðhöfðinginn er kosinn í almennum kosningum rétt eins og þingið.“ Þetta er veruleiki sem menn hafa hins vegar neitað að horfast í augu við fyrr en eftir 2004. Ragnhildur bend- ir einnig á að forseta ber að hafa sam- band við fulltrúa þingflokka um hugs- anlega stjórnarmyndun en ekki fulltrúa einhverra annarra – bls. 212 – en við hverja í þingflokkunum á forsetinn að hafa samband? Venjan hefur verið sú að formenn flokkanna hafa farið með þessi umboð en ekki alltaf. Ekki Lúðvík Jós- epsson 1980. Hann var þá formaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.