Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 18
Á r m a n n J a k o b s s o n 18 TMM 2012 · 2 vera líka að vera sinnar tegundar og þannig hafa menn vanist því að draugur, tröll og galdramaður sé þrennt ólíkt. Allar þessar verur bera aftur á móti sama nafn í íslenskum textum frá miðöldum því að eins og ég hef áður bent á er orðið „troll“ notað um allt þetta á þeim tíma. Þegar ég nefni erindi mitt hér „inngang að tröllafræðum miðalda“ er ég þannig ekki aðeins að tala um trunt trunt og tröllin í fjöllunum heldur á ég sannarlega við drauga og galdramenn, jafnvel einkum og sér í lagi. Að sjálfsögðu gerðu vísindamenn 19. aldar sér grein fyrir því að það er munur á lífveru sem er til og yfirnáttúrulegri veru sem er ekki til. Þar með hefur væntanlega blasað við þeim eins og okkur að það er ekki sjálfsagt mál að nota svipaðar aðferðir við að sundurgreina verur sem eru til, og verur sem eru ekki til. Hagsýnin er hins vegar harður húsbóndi. Vísindamanninum ber að greina og flokkun var löngum helsta greiningartæki þjóðfræðinga. Og þegar búið er að flokka yfirnáttúrulegar verur 19. aldar liggur beint við að heimfæra þá flokkun upp á fyrri aldir. Þannig má sjá álfa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og svo kemur orðið „álfur“ líka fyrir í miðaldaheimildum. Fyrsta hugsunin hlýtur þá að vera að þessir miðaldaálfar séu eins og álfarnir hans Jóns. En svo er ekki endilega; margt bendir til að álfar þeir sem birtast í norrænum miðaldatextum kunni að vera allt öðruvísi skilgreindir og alls ekki jafn nákvæmlega. Hið sama á við um hugtakið „tröll“ sem reynist við betri gát vera langt um víðfeðmara á miðöldum en á dögum Jóns Árnasonar og Maurers. Hversu mjög sem okkur langar til að greina hjálpa dæmin okkur ekki: dvergur er álfur, dvergur er tröll, tröll er jötunn, jötunn er maður og ekki nema von að dægurlagasöngvarinn hafi að lokum spurt: eru álfar kannski menn? Þeirri spurningu ætla ég raunar ekki að svara hér þó að vita­ skuld séu reyndar öll þessi tröll menn á einhvern hátt, hvað annað? Finna má handbækur um yfirnáttúrulegar verur frá ýmsum heimshlutum með 2000 færslum um hinar og þessar tegundir vætta, allar ef ekki með sína kennitölu þá með sína sérstöku alfræðibókarfærslu. Þannig eru til zombíar, vampírur og draugar hver með sína færslu en í raun og veru eru þetta ansi áþekkar verur með fjarska svipað hlutverk úr ólíkum menningarheimum. Eins eru til ýmis nöfn yfir sendingar sem galdramenn magna á fólk og leita á það í svefni. Öll þessi kvikindi hafa þó verið sundurgreind og slík sundur­ greining er mikilvægur þáttur vísindastarfsins, það er mikilvægt að átta sig á því að zombíar koma frá Haítí og vampírur frá Austur­Evrópu, en stundum er líka mikilvægt að hætta flokkun og velta fyrir sér hlutverki verunnar. Það skiptir sannarlega máli í þessu dæmi að verurnar eru ekki til í raun og veru og heilastarfsemin sem skapar þær fer öll fram í einni linnéískri tegund, tegundinni homo sapiens. Sé þetta haft í huga verður hið sameiginlega stundum ekki síður lýsandi en það sem greinir að. Og þegar kemur að göldrum nota miðaldamenn ýmis hugtök og ýmsa merkingarauka, eins og raunar fræðimenn nútímans sem mest rannsaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.