Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 65
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 65 Þannig er bakgrunninum lýst í smáatriðum, og þar fyrir framan vindur fram örlögum Hans Castorps og hugmyndafræðilegri viðureign lungna- sjúklinganna tveggja: Settembrinis og Naphta; annar er frímúrari og demókrati, hinn jesúíti og autokrati, báðir eru fársjúkir. Yfirvegað háð Manns leiðir í ljós að sannleikur þessara tveggja spekinga er afstæður; hvorugur þeirra hefur betur í deilunni. En háðið í skáldsögunni gengur enn lengra og nær hápunkti í kafla þar sem þeir eru báðir umkringdir litla áheyrendahópnum sínum, ölvaðir af bjargfastri röksemdafærslu sinni og fara með rökin út á ystu nöf, þannig að enginn veit lengur hvor þeirra aðhyllist framfarir og hvor hefðina, hvor er skynsamari, hvor er órökvísari, hvor er maður andans og hvor maður líkamans. Blaðsíðum saman verður maður vitni að stórkostlegum ruglingi þar sem orðin tapa merkingunni, og umræðurnar eru því ofstopafyllri sem skoðunum þeirra er algerlega hægt að skipta hverri út fyrir aðra. Um það bil tvö hundruð blaðsíðum síðar, í lok skáldsögunnar (stríðið brýst brátt út), falla allir vistmenn á heilsuhæl- unum ofan í röklausa og skapvonskulega sálsýki, óskiljanlegt hatur; það er þá sem Settembrini móðgar Naphta og sjúklingarnir tveir heyja einvígi sem endar með því að annar þeirra fremur sjálfsmorð; og þá skilur maður betur að það er ekki hin ósættanlega hugmyndadeila, heldur yfirrökleg árásargirni, dularfullur og óskýrður kraftur, sem etur mönnum saman og þeir líta einungis á hugmyndirnar sem skálkaskjól, grímu, yfirvarp. Þannig inniheldur þessi stórkostlega „hugmyndaskáldsaga“ um leið (einkum fyrir lesanda nú í aldarlok) skelfilegar efasemdir um hugmyndir sem slíkar, hún er stórbrotin kveðja til þess tímabils sem hafði trú á hugmyndum og getu þeirra til að stjórna heiminum. Mann og Musil. Enda þótt þeir hafi verið fæddir um svipað leyti tilheyrir fagurfræði þeirra tveimur ólíkum tímabilum í sögu skáldsögunnar. Báðir eru þeir gríðarlega vitsmunalegir skáldsagnahöfundar. Í skáldsögu Manns kemur þessi vitsmunalegi þáttur fyrst og fremst fram í samtali hugmynda sem settar eru fram fyrir framan sviðsmynd lýsingaskáldsögu. Í Manni án eiginleika kemur hann stöðugt fram; andspænis skáldsögu Manns er hér á ferðinni hugleiðingaskáldsaga Musils. Atburðirnir í henni eru líka staðsettir á tilteknum stað (Vínarborg) og tilteknum tíma (þeim sama og í Töfrafjall- inu: rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina), en meðan Davos er lýst í smáatriðum hjá Mann er varla minnst á Vínarborg hjá Musil, höfundurinn hefur ekki einu sinni fyrir því að lýsa götunum, torgunum, görðunum þar (tækinu til að framleiða blekkingu raunveruleikans er ýtt elskulega til hliðar). Við erum stödd í austurrísk-ungverska keisaradæminu en það er ævinlega nefnt með fáránlegu uppnefni: Kakanía. Kakanía: keisaraveldið leyst upp, gert almennt, dregið saman í nokkrar grundvallarkringumstæður, keisara- veldinu umbreytt í háðslegt módel af keisaraveldinu. Þessi Kakanía er ekki bakgrunnur skáldsögunnar eins og Devos hjá Thomas Mann, það er eitt af viðfangsefnum skáldsögunnar; því er ekki lýst, það er greint og hugsað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.