Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 69
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 69 festir í sessi, pússar sömu meginbygginguna. Meginregla: kaflinn er grund- vallareining bókarinnar; hann getur verið frá einni setningu til nokkurra blaðsíðna á lengd; kaflarnir eru undantekningarlaust aðeins ein málsgrein; þeir eru alltaf númeraðir; í Mannlegur, of mannlegur og Hinni gleðilegu visku eru þeir númeraðir og með titli. Tiltekinn fjöldi kafla myndar hluta, og til- tekinn fjöldi hluta myndar bók. Bókin er byggð á einu meginstefi sem skil- greint er með titlinum (handan góðs og ills, hin gleðilega viska, erfðafræði siðferðisins, o.s.frv.); hinir ýmsu hlutar fjalla um stef sem leidd eru af aðal- stefinu (og eru líka með titla eins og til dæmis í Mannlegur, of mannlegur, Handan góðs og ills, Myrkur átrúnaðargoðanna, eða þá eingöngu númeraðir). Sumum af hinum afleiddu stefjum er dreift lóðrétt (það er að segja: hver hluti fjallar helst um það stef sem skilgreint er í titli hlutans) en önnur ganga í gegnum alla bókina. Þannig varð til bygging sem er í senn eins margskipt og hugsanlegt er (skipt niður í margar einingar sem eru tiltölulega sjálfstæðar) og eins heilstæð og hugsanlegt er (sömu stefin koma fyrir aftur og aftur). Hér er enn fremur á ferðinni bygging sem er gædd stórkostlegri hrynjandi þar sem hægt er að hafa kaflana stutta og langa á víxl: þannig inniheldur til dæmis fjórði hluti Handan góðs og ills eingöngu örstuttar hugleiðingar (eins og nokkurs konar skemmtun, scherzo). En það sem mestu máli skiptir: hér er á ferðinni bygging sem útheimtir enga uppfyllingu, millikafla, slappa kafla, spennan lækkar aldrei því maður sér ekkert annað en hugsanir sem flykkjast að „utanfrá, að ofan eða að neðan, rétt eins og viðburðir eða ást við fyrstu sýn“. 13 Ef hugsun heimspekings er svona nátengd formlegri framsetningu textans, getur hún þá verið til utan þessa texta? Er hægt að draga hugsun Nietzsches út úr prósa Nietzsches? Að sjálfsögðu ekki. Það er ekki hægt að skilja sundur hugsunina, tjáninguna og bygginguna. Hefur það sem gildir fyrir Nietzsche almennt gildi? Með öðrum orðum: er hægt að segja að hugsun (merkingin) sé alltaf og í eðli sínu óaðskiljanleg frá byggingunni? Svo undarlega sem það hljómar er ekki hægt að segja það. Í tónlist fólst frumleiki tónskálds lengi vel alfarið í þeim laglínum og hljómfalli sem það fann upp og dreifði ef svo má segja um þá byggingu sem var ekki undir því komin, var meira eða minna ákveðin fyrirfram: messum, baroksvítum, barokkonsertum o.s.frv. Hinum ýmsu hlutum þeirra var skipað niður sam- kvæmt þeirri hefð sem hafði orðið til, þannig kvað regluverk gangvirkisins til dæmis á um að svíta endaði ævinlega með hröðum dansi o.s.frv., o.s.frv. Þær þrjátíu og tvær sónötur Beethovens sem spanna næstum allan sköpunarferil hans, frá því hann var tuttugu og fimm ára til fimmtíu og tveggja ára, sýna gríðarlega þróun þar sem samsetning sónötunnar tekur grundvallarbreytingum. Fyrstu sónöturnar fylgja enn þeirri byggingu sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.