Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 69
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m
TMM 2013 · 1 69
festir í sessi, pússar sömu meginbygginguna. Meginregla: kaflinn er grund-
vallareining bókarinnar; hann getur verið frá einni setningu til nokkurra
blaðsíðna á lengd; kaflarnir eru undantekningarlaust aðeins ein málsgrein;
þeir eru alltaf númeraðir; í Mannlegur, of mannlegur og Hinni gleðilegu visku
eru þeir númeraðir og með titli. Tiltekinn fjöldi kafla myndar hluta, og til-
tekinn fjöldi hluta myndar bók. Bókin er byggð á einu meginstefi sem skil-
greint er með titlinum (handan góðs og ills, hin gleðilega viska, erfðafræði
siðferðisins, o.s.frv.); hinir ýmsu hlutar fjalla um stef sem leidd eru af aðal-
stefinu (og eru líka með titla eins og til dæmis í Mannlegur, of mannlegur,
Handan góðs og ills, Myrkur átrúnaðargoðanna, eða þá eingöngu númeraðir).
Sumum af hinum afleiddu stefjum er dreift lóðrétt (það er að segja: hver
hluti fjallar helst um það stef sem skilgreint er í titli hlutans) en önnur ganga í
gegnum alla bókina. Þannig varð til bygging sem er í senn eins margskipt og
hugsanlegt er (skipt niður í margar einingar sem eru tiltölulega sjálfstæðar)
og eins heilstæð og hugsanlegt er (sömu stefin koma fyrir aftur og aftur).
Hér er enn fremur á ferðinni bygging sem er gædd stórkostlegri hrynjandi
þar sem hægt er að hafa kaflana stutta og langa á víxl: þannig inniheldur
til dæmis fjórði hluti Handan góðs og ills eingöngu örstuttar hugleiðingar
(eins og nokkurs konar skemmtun, scherzo). En það sem mestu máli skiptir:
hér er á ferðinni bygging sem útheimtir enga uppfyllingu, millikafla, slappa
kafla, spennan lækkar aldrei því maður sér ekkert annað en hugsanir sem
flykkjast að „utanfrá, að ofan eða að neðan, rétt eins og viðburðir eða ást við
fyrstu sýn“.
13
Ef hugsun heimspekings er svona nátengd formlegri framsetningu textans,
getur hún þá verið til utan þessa texta? Er hægt að draga hugsun Nietzsches
út úr prósa Nietzsches? Að sjálfsögðu ekki. Það er ekki hægt að skilja sundur
hugsunina, tjáninguna og bygginguna. Hefur það sem gildir fyrir Nietzsche
almennt gildi? Með öðrum orðum: er hægt að segja að hugsun (merkingin)
sé alltaf og í eðli sínu óaðskiljanleg frá byggingunni?
Svo undarlega sem það hljómar er ekki hægt að segja það. Í tónlist fólst
frumleiki tónskálds lengi vel alfarið í þeim laglínum og hljómfalli sem það
fann upp og dreifði ef svo má segja um þá byggingu sem var ekki undir
því komin, var meira eða minna ákveðin fyrirfram: messum, baroksvítum,
barokkonsertum o.s.frv. Hinum ýmsu hlutum þeirra var skipað niður sam-
kvæmt þeirri hefð sem hafði orðið til, þannig kvað regluverk gangvirkisins
til dæmis á um að svíta endaði ævinlega með hröðum dansi o.s.frv., o.s.frv.
Þær þrjátíu og tvær sónötur Beethovens sem spanna næstum allan
sköpunarferil hans, frá því hann var tuttugu og fimm ára til fimmtíu og
tveggja ára, sýna gríðarlega þróun þar sem samsetning sónötunnar tekur
grundvallarbreytingum. Fyrstu sónöturnar fylgja enn þeirri byggingu sem