Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 19
„… þa ð e r e i n s o g s é e k k e rt p l á s s f y r i r h e l g i í n ú t í m a n u m …“ TMM 2015 · 3 19 heilaga“ nýtur helgi í heilum trúarbrögðum og hvílir á „stórsögu“ þeirra, til dæmis sagnheimi Biblíunnar. Hið „stóra, trúarlega heilaga“ í kristninni er því einfaldlega sá Guð sem opinberast í Kristi. Hið „veraldlega heilaga“ vísar aftur á móti ekki til neins handanlægs eða yfirnáttúrulegs veruleika heldur hvílir svo dæmi sé tekið á sjálfstæðisbaráttu þjóðar eða öðrum þáttum í þjóðbyggingu.6 Í þessari grein verður litið svo á að prestshlutverkið frekar en hver einstakur prestur sé merkingarbært tákn fyrir hið „stóra, trúarlega heilaga“ í samfélagi samtímans. Af þeim sökum er áhugavert rannsóknarefni að kanna hvernig þessu hlutverki er lýst og hvaða prestsímyndir koma fram í íslenskum samtímabókmenntum. Prestsímyndirnar miðla þannig að minnsta kosti óbeinum upplýsingum um hvernig hið heilaga er tjáð og túlkað í samtímanum. Frá fornu fari hefur hlutverk prestsins skapað honum sérstöðu og umlukið persónu hans dulúð. Meðal hinna fornu Ísraelsmanna, þar sem trúarsögu- legar rætur gyðingdóms, kristni og islam liggja, var litið svo á að prestar væru aðgreindir eða teknir frá til þjónustu við Guð. Þessi sérstaka staða greindi þá frá öðrum en ekki vígsluathöfn í upphafi starfsferilsins. Vegna þess að þeir helguðu sig þessu hlutverki gátu þeir gengið inn í musterið, farið með helga dóma og borið fram fórnir. Til að vera verðugir þessa urðu þeir að gæta þess að saurgast ekki.7 Í kristnum sið hefur prestshlutverkið og guðfræðilegur skilningur á prests- embættinu tekið miklum breytingum í tímans rás og eru þessi atriði nú mis- munandi eftir kirkjudeildum og trúfélögum. Í hinum fornu kirkjudeildum austurs og vesturs, rétttrúnaðarkirkjunni og þeirri rómversk-kaþólsku, eimir eftir af hinu forna meðalgangarahlutverki. Það kemur vel fram í messu- siðum rétttrúnaðarkirkjunnar. Þar ber presturinn kvöldmáltíðarefnin inn um hinar konunglegu miðjudyr helgimynda- eða kórþilsins (iconostasis) sem skilur að helgasta hluta kirkjunnar, kórinn (sanctuary), og framkirkjuna; helgar þau fyrir luktum dyrum og ber síðan fram til safnaðarins.8 Að skilningi rómversk-kaþólsku kirkjunnar kemur presturinn eftir vígslu sína fram sem fulltrúi Krists meðal safnaðarins og viðheldur þeim prestdómi sem Kristur gegndi meðal manna en í Hebreabréfi Nýja testamentisins er rætt um hann sem hinn mikla æðstaprest sem friðþægði fyrir syndir lýðsins.9 Megin- hlutverk prestsins er þannig að framkvæma messufórnina sem er táknræn endurtekning á þeirri fórn sem Kristur færði á Golgata.10 Í báðum þessum kirkjudeildum er því róttækur munur á prestum og almenningi sem kemur meðal annars fram í ókvæni kaþólskra presta sem eiga að helga sig köllun sinni og lifa fyrir hana. Markar prestsvígslan sem slík þennan greinarmun. Lúther hafnaði sem kunnugt er þessum róttæka mun milli vígðra og óvígðra, eða leikra og lærðra, og sérstöku meðalgangarahlutverki prestsins. Þar með afneitaði hann ekki prestsembættinu en lagði áherslu á að sumir væru kall- aðir til að boða trúna og fara með sakramenti skírnar og kvöldmáltíðar eftir köllun eða í umboði safnaðarins.11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.