Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 24
H j a l t i H u g a s o n 24 TMM 2015 · 3 afarkosti. Þá gætir nokkurra trúarlegra vísana í verkinu. Má þar nefna samlíkingu á grótesku gestaboði nautnaseggsins Kristjáns G. sem er eitt af hreyfiöflum sögunnar við agape eða kærleiksmáltíð frum-kristninnar sem á rætur að rekja til síðustu kvöldmáltíðar Krists. Hæst ber þó að Sigrún er aug- ljós Jobs-gervingur og undir bókarlok verður ljóst að Vetrarferðin er í raun nútímaútgáfa af Jobsbók Gamla testamentisins. Í Vetrarferðinni koma þrír prestar við sögu og er einn þeirra sannsögu- legur, séra Bjarni Jónsson (1881–1965) sem þjónaði dómkirkjunni 1924–1951. Hér verður þó aðeins staldrað við einn, séra Ásgrím aðstoðarprest séra Bjarna. Hann er ein af aðalpersónum sögunnar á þann hátt að fjórði og næst- síðasti „hluti“ eða bók verksins ber nafn hans.26 Hann kemur þó við sögu í öllum hlutunum. Ásgrímur á það sammerkt með Katrínu í Náðarkrafti að útliti beggja er lýst öfugt við prestana í Efstu dögum og Englaryki. Ásgrímur er ekki prestlegur maður: Hann [Sigurður lögmaður] horfði á myndina af séra Ásgrími […], hakan hvíldi á hvítum prestakraganum, undir augunum voru húðpokar og það var harð- neskjuvottur í svipnum þótti honum, eins og þar væri ekki guðsmaður heldur löngu genginn hvíthærður konungur sem hefði tekið sér guðsvald með því að ráðskast í málum kirkjunnar. (324) Ásgrímur er annars staðsettur eins og vera ber með prest í Reykjavík á 5. áratug liðinnar aldar í æðri millistétt og umgengst þar bæði farísea og bersynduga eins og gengur. Sem prestur Sigrúnar, þó tæpast sé hann sálusorgari hennar, hefur Ásgrímur annars sömu stöðu í sögunni og vinir Jobs í hinni „kanónísku“ eða biblíulegu Jobsbók sem reyndu að tala um fyrir honum. Lengi framan af gengur guðfræði hans enda út á að þegar dýpst sé skyggnst standi Guð að baki öllu sem verður, bæði illu og góðu, en það er einmitt sá skilningur sem fram kemur í Jobsbók. Við kvöldmáltíð Kristjáns G. lýsir Ásgrímur lífsskoðun sinni, heims- og guðsmynd svo: „Ég vil halda því fram að ekkert í heiminum gerist án vilja Guðs. Ég vil halda því fram að jafnvel í óreiðu lífsins sé regla, ef ég má komast svo að orði.“ (73) Drifkrafturinn í tilveru hans var framan af sú trú […] að sjá megi vilja Guðs að verki í heiminum, […] Að ekkert á jörðinni gerist án þess að hann viti og leyfi það og því megi segja: Guð heimilar að hið illa gerist. Einungis til þess að laða fram hið góða! (197) Slíka trú taldi Sigurður lögmaður „reist[a] á bjargi, sé horft á veröldina eins og hún er í dag“, þ.e. í miðju stórstríði sumarið 1943. Í þessu er trú Ásgríms andhverfa við guðsmynd Sigrúnar sem kveðst aðeins eiga reiðina eftir ef Guð reynist slíkur sirkusstjóri. Ásgrímur endurskoðar þó síðar þessa afstöðu að nokkru er hann glímir við gátuna um hvort Guð geti jafnvel staðið að baki sjálfsvígum og segir þá:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.