Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 18
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 18 TMM 2017 · 1 kemur alltaf einhver kona að taka af borðinu, sópa gólfið og opna gluggana til að hleypa vindlareyknum út. Höfum samt eitt á hreinu í tengslum við hugtökin karl og kona. Það býr karl í okkur öllum, kona í okkur öllum. Við eigum orðið karlmennska, á móti kemur orðið kvenleiki. Karlmennska sem hugprýði finnst ekki síður í konu. Og kvenleikinn býr í öllu góðu fólki, óháð kynfærum. Ekkert er ein- falt, ekki einu sinni einfeldningurinn. *** Takk fyrir þetta ágæta svar. Viltu segja mér frá skólagöngunni? Já – ég var alla tíð fram að menntaskóla algjör fyrirmyndarnemandi, af ótta við að kennaranum þætti ég ekki gáfaður eða áhugaverður lagði ég mig fram um að kunna allt námsefnið alltaf. Ég fékk til að mynda tíu í íslensku á samræmdu prófunum. Kennarinn hljóp á eftir mér um gangana og bar mig síðan á háhesti inn í skólastofuna, stillti sér upp fyrir framan mig og sagði: Þú ert sá eini sem fékkst tíu á landinu. Og ég hugsaði: Við erum öll dauða- dæmd ef ég er sá besti! Í menntaskóla fór ég á eðlisfræðibraut sem var fáránleg ákvörðun, ég hefði átt að fara á málabraut. Þar stóð ég mig ágætlega en síður í fögum sem mér fundust leiðinleg. Á sama tíma lærði ég á jazzgítar, var í leikfélagi skólans Herranótt, var að skrifa og gera svo margt, svo fór ég í lögfræði. Ég virðist oft taka ákvarðanir sem þjóna ekki hagsmunum mínum. Það var sagt að lögfræðin væri praktísk en mér hefur alltaf þótt það ópraktíska praktískara. Ég hef eiginlega bara unnið fyrir mér sem skapandi listamaður, við að semja lög eða skrifa bækur, þýða og búa til hugmyndir fyrir aðra. Það sem er praktískt er að rækta hæfileikana. Aha – akkúrat. Svo er ég með próf í ritlist frá Háskóla Ísland og Middlesex-háskólanum í London. Í ritlistinni drakk ég í mig meira af bjór en visku og eltist meira við stelpur en góð söguefni, en ég kynntist góðu fólki. Á íslensku heitir Creative Writing ritlist, sem mér fannst alltaf óþarflega hátimbrað og pempíulegt heiti. Nú er að komast hefð á orðið; fyrst skildi það enginn. Fólk hélt að nemendur í ritlist legðu stund á eins konar skrautskrift: þetta væri praktískt nám fyrir þá sem vildu hanna glæsileg tækifæriskort (Gleðileg jól!) eða eiga flottustu undirskriftina í Gestabókinni í fermingarveislum. Þá velti ég fyrir mér hvort orðasamsetningin skapandi skrif væri skárra? En það er of takmarkandi. Eina leiðin til að læra að skrifa er að loka sig af, lesa og skrifa árum saman. Maður þarf að stunda apandi skrif: herma eftir öðrum, breytast einn daginn í Dostojevskí, þann næsta í Skáld-Rósu. Maður þarf að stunda gapandi skrif: verða yfir sig ástfanginn af veröldinni og gapa yfir undrum hennar (og grimmd). Maður þarf að stunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.