Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 72
M i c h e l H o u e l l e b e c q 72 TMM 2017 · 1 víðar, miklu fremur en flestra menningarfrömuða sem eru viðurkenndir sem slíkir, og jafnvel enn frekar en þær hugmyndir sem ég viðra. Ég segi þetta ekki af hógværð einni saman, ég veit hvaða máli ég skipti sem höfundur, ég hef aldrei verið hógvær og hafna hógværð. Ég er bara raunsær, lít bara þann- ig á að þeir hafi verið á aðeins hærra vitsmunastigi en ég. En hvað er það sem kallað er menningarvitar í Frakklandi? Það er alveg sér- stakt fyrirbæri út frá félagslegu sjónarmiði. Það er hámenntaður maður, helst úr École Normale Supérieure, en hefur í það minnsta stundað háskólanám í bókmenntum eða félagsvísindum. Það er maður sem birtir ritgerðir af og til. Það er maður sem gegnir veigamiklu hlutverki í tímariti sem er helgað umræðu um þær hugmyndir sem hæst ber þá og þá stundina. Og skrifar reglulega greinar um þjóðfélagsmál í helstu dagblöð landsins. Þetta á hvorki við Dantec, Muray né mig. Við vorum öllu heldur það sem kallað er rithöfundar sem er alls ólíkur þjóðfélagshópur og í raun og veru er sáralítið samband milli menningarvita og rithöfunda. Þegar bók Lindenbergs kom út þekkti ég engan þeirra menningarvita sem vitnað var í persónulega, ég hafði aldrei haft tækifæri til að hitta þá, en ég þekkti hins vegar Muray og Dantec mjög vel. Ég ætla að reyna að draga saman það sem þessir þrír rithöfundar, sem litið er á sem aðal hugmyndafræðinga hreyfingar „nýrra afturhaldssinna“ og eru að sögn þeir sem eru nú í miðju umræðunnar í Frakklandi, hafa sagt og skrifað nákvæmlega og það sem þeir hafa nákvæmlega séð fyrir sér að gerist í framtíðinni. Stundum er ég talinn vera einhvers konar spámaður, en ég er að mínum dómi mun minni spámaður en félagar mínir tveir sem nú eru látnir. Það sem kannski hefur ruglað fólk í ríminu er að stundum hafa bækur mínar fyrir einhverja undarlega tilviljun komið út um leið og mun alvarlegri atburðir hafa gerst. Þannig kom skáldsagan Undirgefni út í Frakklandi sama dag og árásin var gerð á Charlie Hebdo. En færri vita að ég veitti dagblaðinu New York Times viðtal um skáldsöguna Áform (í því viðtali fannst blaðamann- inum raunar að ég væri að gera óþarflega mikið úr hættunni sem stafar af íslamistunum) sem birtist í New York Times þann 11. september 2001. Það virðist því vera svo að guð (eða örlögin eða einhver önnur gráglettin guðleg forsjá) skemmti sér við að nota bækurnar mínar til að búa til sorglegar til- viljanir. En hverju hef ég spáð, svona almennt séð? Í fyrsta lagi hef ég spáð því að transhúmanisminn vinni á. Það er farið að gerast, afar hægt sem stendur, en það er vel hugsanlegt að hann eflist og dafni enn hraðar en áður. Í öðru lagi spáði ég því, í Undirgefni, að hófsamir íslamistar taki smátt og smátt völdin í Evrópu, að Evrópa vilji beygja sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.