Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 139
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 139 sjónvarpsþætti, og hrutu honum þá úr munni fleyg orð: „menn efast ekki um að framfarir verða í ryksugugerð, hvers vegna vilja þeir þá ekki viðurkenna að framfarir verði líka í tónlist?“ Frá sjón- armiði slíkra manna snerist lokaþáttur tónlistarsögunnar því um hina helgu Jesse-rót Bach-Beethoven-Wagner- Schönberg-Webern. Vandinn var þá sá hvað ætti að gera við Stravinskí, sem ekki var hægt að vísa á bug með öllu, en þann vanda leysti Boulez líka, hann við- urkenndi ekki nema þrjú bitastæð verk eftir Rússann, semsé „Vorblót“, „Refinn“ og eitthvað þriðja sem ég man ekki, öllu hinu vildi hann kasta í körfuna. En síðan þetta var hefur mikið vatn runnið undir brýrnar í Vín, og reyndar í öðrum borgum líka, og á þeim tíma hafa orðið undarleg umskipti. Smám saman fóru að koma brestir í rað- tæknina, ung tónskáld sem höfðu gleypt við henni eins og fagnaðarerindi sneru sér frá henni að einhverju leyti, tóku upp aðrar aðferðir eða blönduðu vatni í vínið, og innblástrum Boulezar fór mjög svo fækkandi – það var þess vegna sem hann fluttist frá Frakklandi og gerðist hljómsveitarstjóri, með mjög góðum árangri, en það er önnur saga. Þá breytt- ist Parísartískan, Boulez féll af stalli, í staðinn varð Xenakis maður dagsins, en hann hafnaði raðtækni og gerði nokkra grein fyrir því í fyrirlestrum í Schola Cantorum í París þar sem ég sat úti í horni. Hann sagði jafnframt frá því hvernig hann hefði sett saman eitt af sínum verkum, sem hann lét áheyrendur hlýða á, það var samið eftir formúlunni um það hvernig atómin hegða sér í gasskýi sem er að þenjast út, og vantaði þar svo sem ekki mergjaðar raðir en þær fóru í allt aðrar áttir en raðsinnar prédik uðu og gengu sífellt þvers og kruss. Í hvert skipti sem verk var flutt eftir Xenakis var það stórviðburður sem blöð hófu til skýjanna; einu sinni var ein tónsmíð hans leikin í fornu róm- versku baðhúsi sem er hluti af Cluny- safninu í París og fylgdi því sjónarspil leysi-geisla, en áhorfendur lágu á bakinu á dýnum og komust færri að en vildu. Í þessu méli voru einnig haldnir tónleikar sem vöktu mikla athygli og nefndust „Beint úr heilabúi Pierre Henry“. Þeir fóru þannig fram að tónskáldið settist á stól á sviðinu með víra tengda við höf- uðskelina og fór að hugsa í gríð og erg, og um leið breyttu hátalarar heilabylgj- unum í alls kyns hljóð; öðru hverju blandaði það fyrirframgerðri raftónlist inn í hinn beina innblástur. Svo fór að lokum að menn fóru að segja upphátt að tólf tóna aðferðin hefði ekki reynst sá vegur til framtíðar sem Schönberg bjóst við, sumir bentu á að raðtæknin hefði yfirleitt ekki verið annað en efni í stuttan kafla í ferli hvers tónskálds, einhvers konar meinlætalíf sem það hefði fljótt gefist upp á, aðrir gengu jafnvel svo langt að segja að nán- ast engin lífvænleg tónlist hefði verið samin í þessum stíl. Tónskáld tuttug- ustu aldar sem áður voru í banni vegna villutrúar komu aftur fram í dagsljósið, svo sem Langgaard í Danmörku, Florent Schmitt og Koechlin í Frakklandi o.fl., og af þessari upprisu naut Jón Leifs einnig góðs, en Boulez sat einn uppi og hjáróma með sínar bannfæringar á Poulenc og Prokofief, og allur vindur úr honum. Þegar svo var komið sátu sum tónskáld eftir berrössuð í nepjunni eins og maðurinn sem missti glæpinn, þau áttu til að hlaupa í allar áttir og gat af því leitt mikil tilraunastarfsemi í leitinni að nýjum glæp. Jafnframt urðu þáttaskil á öðru sviði, það fóru að koma brestir í þann mikla múr sem staðið hafði himinhátt um langt skeið og skilið að „æðri tónlist“ og „lægri tónlist“ og svo riðaði hann til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.