Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 138
U m s a g n i r u m b æ k u r
138 TMM 2017 · 1
borga mönnum til að fara að sjá þær og
heyra, „en menn eru ekki heimskingjar,
þeir fara allir út í hléinu.“ Fleira heyrði
ég í Frakklandi síðar, franskur gagnrýn-
andi og trúboði Schönbergs sagði að
Síbelíus væri „versta tónskáld í heimi“
og væri auðvelt að sýna fram á það með
gildum rökum. Þýskur heimspekingur
talaði um „hávaðasamt andleysi Brit-
tens“. Ýmis önnur tónskáld voru hrein-
lega ekki til, á þau var nær aldrei
minnst. Jón Leifs var eitt af fórnarlömb-
um þessarar hugsunar. Þessu öllu fylgdi
ákveðin mynd af sögunni, lögð var
áhersla á að það væri ekkert nýtt að
menn kynnu ekki að meta nýjungar,
tónskáld fyrri alda hefðu líka verið
„misskilin“, menn hefðu ekki kunnað að
meta verk þeirra fyrr en löngu eftir að
þau voru komin undir græna torfu; á
sínum tíma hefði Mózart verið jafn tor-
skilinn og Webern nú, og menn hefðu
ekki botnað upp né niður í síðustu
kvart ettum Beethovens fyrr en á 20. öld.
Sennilega þarf ekki að taka það fram
að „dans- og dægurlög“, eins og þau
voru kölluð í útvarpinu, voru alls ekki
með í tónmyndinni, þau voru ekki
annað en það sem nafnið gaf til kynna,
dægurflugur – það heiti var líka
notað –, semsé eitthvert tónasull til þess
eins að hoppa og hía, og þornaði upp á
einu dægri, eftir það úreltust þau og
féllu í kolsvarta gleymsku, enginn gæti
lengur haft gaman af þeim; því væri
sæmst að vera ekki að leggja eyrun við
slíkt, og engan veginn gott til afspurnar.
Oft heyrðist sagt að þau væru ekki
annað en „hávaði“.
Á þessum tíma var allt einfalt, ef eitt-
hvað tvennt var ólíkt hlaut annað að
vera „æðra“ og hitt „óæðra“. Tónlistar-
saga átti að fjalla um „æðri tónlist“ ein-
göngu, – semsé „æðri tónlist“ á Vestur-
löndum, utan þeirra var hún ekki til –
þó kannske mætti nefna „þjóðlög“ í
framhjáhlaupi, einkum ef eitthvert
„æðra tónskáld“ hafði tekið þau upp í
sín verk eða orðið fyrir áhrifum af þeim.
Auk þess ætti helst að raða henni upp í
eins konar línu, í anda þess sem sagt var
við Beethoven á unga aldri: „Með þrot-
lausri iðjusemi munið þér taka við anda
Mózarts úr höndum Haydns“. Litið var
svo á að sérhvert nýtt tónskáld sem
kæmi fram á sviðið bætti einhverju við
það sem fyrri tónskáld hefðu gert. Fyrsti
píanókennari minn sagði að menn ættu
að byrja á að spila Bach, hann fæli í sér
allt sem á undan honum hefði farið,
síðan ættu menn að leika „klassíska“
tónlist, semsé „Vínarklassíkina“, og eftir
það rómantísku tónlistina. Ég vissi ekki
hvort hann taldi rétt að menn færu
miklu lengra, allavega var honum í nöp
við Debussy og vildi ekki að nemendur
hans léku „Tunglskin“.
Ekki var þó laust við að þessi hugsun
leiddi út í vissar ógöngur. Hver var
„hápunktur“ tónlistarsögunnar? Í gam-
alli tónlistarsögu sem ég las á unga aldri
birtist þetta vandamál í spurningunni,
hver var „æðstur“, Bach, Haydn, Mózart
eða Beethoven? En á því vandamáli fann
höfundurinn þó einfalda lausn, sem var
þó sennilega ekki frá honum sjálfum
komin: Bach var „æðstur“ í fúgunum,
Haydn í kvartettunum, Mózart í óper-
unum og Beethoven í symfóníunum.
Þannig birtist æðri tónlist á vesturlönd-
um sem ferhöfða risi með efri endann í
himinblámanum, og eftir slíkum nótum
var tónlistarsagan gjarnan skrifuð af
íhaldsamari mönnum, hún gat þá endað
á Brahms og Wagner með eftirmála um
umdeild tónskáld í byrjun 20. aldar.
Fyrir raðsinnaða nútímamenn var þetta
þó ófullnægjandi, í þeirra augum þurfti
að leggja meiri áherslu á framfarir en
risinn ferhöfðaði gaf efni til. Boulez
gerði sjálfum sér þann óleik að láta reita
sig til reiði þegar að honum var vegið í