Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 50
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 50 TMM 2017 · 1 „Komdu niður og fáðu þér kvöldmat. Svo ferð þú beint í rúmið.“ „Er í lagi að ég komi niður eftir smá?“ spurði ég, vondauf. „Bara nokkrar mínútur?“ Hún hristi hausinn en sagði ekki neitt og sneri sér við til að fara út. „Mamma,“ sagði ég þegar hún var í gættinni. Hún leit við og beið. „Má ég fá kerti til að vera með inni í herbergi?“ Spurningin kom flatt upp á hana og hún vissi ekki alveg hvernig hún átti að bregðast við. „Ég er nú ekkert sérstaklega spennt fyrir að leyfa þér eitt né neitt eftir kvöldið í kvöld,“ sagði hún og hikaði svo. „Til hvers þarftu kerti?“ „Bara. Til að kveikja á og vera með í glugganum eða á skrifborðinu. Mér finnst ljósið svo fallegt.“ „Við sjáum til,“ sagði hún. „Þetta er eitthvað sem ég og pabbi þinn þurfum að ákveða saman. Það er mikil ábyrgð að vera með kerti. Þú verður að sýna okkur að við getum treyst þér til að fara varlega.“ Ég kinkaði kolli og hún fór út og lokaði hurðinni á eftir sér. Hún vissi að akkúrat núna vildi ég hafa hurðina lokaða og ég var henni þakklát fyrir það og fyrir þessar örfáu mínútur sem hún hafði gefið mér áður en ég þurfti að koma niður og taka við frekari skömmum. Ég slökkti loftljósið sem hún hafði kveikt þó að það gerði ekki mikið út af allri birtunni fyrir utan glugg- ann minn og lagðist á rúmið. Í gegnum hurðina heyrði ég lágt skvaldrið í sjónvarpinu niðri í stofu og mömmu að tala í símann við pabba. Ég reyndi að tæma hugann eins og gúrúarnir í Nepal sem ég las um í Ótrúlegt en satt. Þeir geta tæmt hugann svo gersamlega að það er eins og þeir séu ekki inni í líkamanum lengur heldur svífa á brott. Ég hafði oft reynt að tæma hugann þannig en var ekkert sérstaklega góð í því. Hugsanirnar laumuðu sér alltaf aftur inn í hausinn á mér og toguðu mig niður á jörðina. Sama hvernig ég reyndi tókst mér aldrei að svífa nógu langt í burtu frá þeim. Mig langaði að svífa svo langt upp í himininn að hugsanirnar næðu mér aldrei aftur. Úti var nóttin svo björt að ég efaðist um að ég myndi nokkurntímann geta sofið framar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.