Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 125
TMM 2017 · 1 125
Arngrímur Vídalín
Þórbergur um
þverveginn
Soffía Auður Birgisdóttir. Ég skapa – þess
vegna er ég: Um skrif Þórbergs Þórðar
sonar. Opna, 2015.
Það tekur ekki ýkja langan tíma að lesa
allt sem skrifað hefur verið um Þórberg
Þórðarson, að meðtöldu öllu því sem
hann skrifaði um sjálfan sig. Þó hefur
fjölgað allhressilega bókum og greinum
um hann og ritverk hans á allra síðustu
árum, en á hinn bóginn fjalla þau skrif
mestmegnis um æviatriði Þórbergs
fremur en að þau takist á við verk hans
sem bókmenntir og hann sjálfan sem
bókmenntapersónu.1 Hið sama mætti
raunar segja um fleiri íslenska höfunda;
það er einfaldlega erfitt í litlu fræðasam-
félagi eins og því íslenska að greina verk
þeirra allra ofan í kjölinn og því er víða
verk að vinna. Það er því alltaf gaman
að vera til þegar ný rannsókn kemur til
skjalanna, ég tala ekki um þegar það er
fyrsta stóra bókmenntafræðilega úttekt-
in á höfundarverki.2 Þess vegna ber að
fagna því að lítillega stytt doktorsritgerð
Soffíu Auðar Birgisdóttur sé komin út,
og líklegt að fleiri en ég hafi beðið þess-
arar bókar með óþreyju.
Þegar í inngangi er tónninn fyrir
framhaldið sleginn, þegar Soffía Auður
segir: „Ástæða er til að árétta að ég
skoða skrif Þórbergs fyrst og fremst sem
bókmenntatexta og athyglin beinist að
fagurfræðilegum eiginleikum þeirra. Ég
greini og túlka skrif hans og tengi við
íslenskar og erlendar bókmenntir frem-
ur en að túlka þau út frá æviferli hans
eins og aðrir hafa gert svo ágætlega
áður.“ (17) Sjálfur hef ég haldið því
fram, og mun gera áfram, að erfitt sé að
greina Þórberg sjálfan frá verkum hans
þar sem þau fjalla iðulega um hann
sjálfan,3 en æviatriði hans hafa svo ótt
og títt verið lesin úr verkunum að það er
löngu kominn tími til að fara aðra leið
að þeim. Enda heldur Soffía Auður
áfram og segir: „Þó verður ekki hjá því
komist að tengja skrif Þórbergs við ýmsa
atburði og aðstæður úr lífi hans þar sem
efniviður skrifanna er nær undantekn-
ingalaust hans eigin ævi, hans eigin
reynsla færð í búning skáldskapar. Þá tel
ég jafn fráleitt að hafna alfarið tenging-
um við ævi og reynslu höfunda og það
er að einblína á aðra þætti og túlka öll
skrif tiltekins höfundar út frá lífi hans
og aðstæðum.“ (17–18) Það yrði erfitt að
fallast ekki á þessa nálgun.
Í fyrsta kafla bókarinnar ræðst Soffía
Auður til atlögu við ýmsar viðteknar
hugmyndir eða goðsögur um Þórberg,
fyrsta þá að hann hafi fyrst og fremst
verið „trúður og sérvitringur,“ og ræðir
mögulegan þátt Í kompaníi við allífið
eftir Matthías Johannessen í þeirri
ímynd, hvort það hafi hreinlega vakað
fyrir Ragnari í Smára með útgáfu bók-
arinnar að hafa Þórberg að fífli til að
gera lítið úr honum sem pólitískum
andstæðingi. Fyrir þessu eru ýmis rök
færð og alveg ljóst að það hefur hentað
hægrimönnum ágætlega að geta afskrif-
að Þórberg sem fáráðling hvort heldur
sem er (sjá t.d. bls. 35). Ekki síst er það
áhugavert að Matthías virðist sjálfur
gefa viðlíka í skyn um hugmyndir
Ragnars um bókina, á sama tíma og
U m s a g n i r u m b æ k u r