Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 67
S í ð b ú i n n f u n d u r f j a n d v i n a TMM 2017 · 1 67 maðurinn, „þá munum við ekki eftir framtíðinni og það er kannski eins gott, því við munum ekki eiga neina framtíð.“ Hershöfðinginn heyrði þessi orð á stangli. Hann hafði gleymt Sögunni og ætlaði sér ekki að rifja hana upp aftur. Hann var búinn að gleyma hvað konan hans hét og hvernig hún leit út og hvað börnin hans hétu og hvernig þau litu út eða hvort hann ætti yfirhöfuð konu og börn, og hann var búinn að gleyma staðarheitum og stöð- unum sjálfum og hvað hafði gerst á þeim. Gatið á hausnum fór mjög í taugarnar á honum. Hann hafði ekki reiknað með að fá gat á hausinn á þessum viðburði. Það var þessi hæga svarta hljóm- kviða sem hafði orsakað það og þótt ómurinn hefði að mestu stöðvast fyrir utan, var ennþá dálítið af honum í gatinu og gróf sig dýpra og hreyfðist meðal hugsana hans, hleypti orðunum sem hann heyrði inn í myrka afkima heilans. Hann heyrði orðin, Chickamauga, Shiloh, Johnston, Lee og hann vissi að það var hans vegna sem þessi orð voru sögð, þótt þau hefðu enga merkingu fyrir hann. Hann velti fyrir sér hvort hann hefði verið hershöfð- ingi við Chickamauga eða við Lee. Hann reyndi að sjá sjálfan sig fyrir sér á hestbaki í miðju uppblásins farartækis sem var fullt af fallegum stúlkum, akandi hægt niður aðalgötuna í miðbæ Atlanta. En þess í stað byrjuðu gömlu orðin að hrærast í höfði hans líkt og þau væru að reyna að rykkja sér úr stað og öðlast sjálfstætt líf. Ræðumaðurinn hafði lokið við að tala um þetta stríð og var byrjaður á því næsta og var farinn að nálgast eitt í viðbót og öll orðin sem hann notaði voru, eins og svarta fylkingin, fremur óljós og pirrandi. Langur fingur hljóm- kviðunnar stóð í höfðinu á hershöfðingjanum, potandi í mismunandi bletti sem voru orð og hleypti ljósglætu að orðunum sem héldu þeim á lífi. Orðin fóru að nálgast hann og hann sagði, Fjandinn hafi það! Ég læt ekki bjóða mér þetta! Og hann byrjaði að mjaka sér aftur á bak til að komast undan. Þá sá hann veruna í svörtu skikkjunni setjast niður og það urðu læti og svarta lónið fyrir framan hann byrjaði að drynja og flæða að honum úr báðum áttum, að hægu svörtu hljómkviðunni og hann sagði: Hættiði, fjandinn sjálfur! Ég get ekki gert nema eitt í einu! Hann gat ekki bæði varið sig gegn orðunum og sinnt fylkingunni og orðin sóttu hratt að honum. Honum leið eins og hann væri á flótta aftur á bak og orðin sóttu að honum eins og skot- hríð úr framhlaðningum sem rétt missir marks en færist nær og nær. Hann snerist á hæli og byrjaði að hlaupa eins hratt og hann gat en uppgötvaði að hann var að hlaupa í áttina að orðunum. Hann var að hlaupa beint inn í skothríð orða og tók á móti þeim með runu af blótsyrðum. Um leið og hljóm- kviðan óx og nálgaðist hann opnaðist honum gjörvöll fortíðin, úr engu, og með nístandi sársauka fann hann hvernig líkami hans var sundurskotinn á óteljandi stöðum og hann féll niður og svaraði hverju skoti með blótsyrði. Hann sá mjóslegið andlit konu sinnar sem horfði á hann gagnrýnisaugum í gegnum gullspangar-gleraugun; hann sá einn hinna rangeygðu, sköllóttu sona sinna og móðir hans kom hlaupandi til hans með áhyggjusvip; þá kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.