Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 100
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 100 TMM 2017 · 1 mun milli innlánsreikninga og útlána. Það var hægt í skjóli þess að engin erlend samkeppni var til staðar á íslenskum fjármálamarkaði. Þetta greiddi götuna fram að hengifluginu árið 2008. Eins var aukinn ójöfnuður upp úr 1995 ekki viðurkenndur opinberlega af íslenskum stjórnvöldum, að Hagstofu Íslands meðtalinni, fyrr en eftir hrunið. Hvernig gat þetta átt sér stað á Íslandi? Af því er löng saga sem allmargir höfundar hafa rakið. Þorvaldur Gylfason, Bengt Holmström, Sixten Kork- man, Hans Tson Söderström og Vesa Vihriala segja söguna í bók sinni Nordics in Global Crisis (2010, 7. kafli). Ýmsir höfundar rekja aðdragandann frá ýmsum hliðum í safnritinu Preludes to the Icelandic Financial Crisis (ritstj. Robert Aliber og Gylfi Zoega, 2011). Einnig má nefna ritgerð Roberts Wade og Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur „Iceland’s Rise, Fall, Stabilisation and Beyond“ í Cambridge Journal of Economics (2012) og ritgerð Stefáns Ólafs- sonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar „Income Inequality in Boom and Bust: A Tale from Iceland’s Bubble Economy“ in bókinni Income Inequality Economic Disparities and the Middle Class in Affluent Countries frá Stanford University Press (2013). Loks ber að nefna bók Guðrúnar Johnsen Bringing Down the Banking System: Lessons from Iceland (2014) og ritgerð höfundar „Iceland: How Could This Happen?“ í bókinni Reform Capacity and Macro­ economic Performance in the Nordic Countries frá Oxford University Press (2015). Látum nægja hér að nefna hömlulausa stefnu stjórnvalda fyrir hrun, þar sem skattbyrðunum var velt af þeim ríku yfir á hina. Án þess að það væri sagt berum orðum, var fyrirmyndin fengin frá ríkisstjórn George W. Bush í Bandaríkjunum. Viðskiptaráð Íslands fylgdi sömu línu og hældist um af því að stjórnvöld hefðu hrint í framkvæmd nær öllum tillögum þess. Ekki mjög löngu fyrir hrunið 2008 lýsti Viðskiptaráð yfir og lagði til skrif- lega, „að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum.“ (Viðskiptaráð, Viðskiptaþing: Ísland 2015, bls. 22, Reykjavík, febrúar 2006). Samkvæmt vitnisburði frammi fyrir Landsdómi 2012, þá gerðu yfirmenn Seðlabankans sér grein fyrir því árið 2006 að bönkunum yrði ekki bjargað og líktu þeim við Ponzi-svikamyllu. Samt sem áður hélt Seðlabankinn áfram að veita bönkunum lán í tvö ár og Viðskiptaráð greiddi mikið fé fyrir tvær alræmdar skýrslur, samdar í sam- vinnu við erlenda sérfræðinga, þar sem því var haldið fram að bankarnir stæðu vel. Þannig var skirrst við að horfast í augu við vandann allt til ársins 2008 (Aliber og Gylfi Zoega, 2011, 9. og 10. kafli; Ferguson, 2012, 8. kafli). Af þessu að dæma má telja líklegt, eða vel mögulegt að minnsta kosti, að andrúmsloft oflætis í viðskiptalífi jafnt og stjórnmálum á veltiárunum – sú útbreidda hugmynd að peningar væru ekkert mál, að allt væri hægt – hafi ýtt undir ófyrirleitnina sem keyrði bankana í þrot, og raunar landið sjálft, aðeins fáeinum árum eftir að bankarnir voru einkavæddir á rússneska vísu í hendur vildarvina 1998–2003. John Kenneth Galbraith hefði ekki orðið hissa. Samt er ekki hægt að sýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.