Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 92
H j a l t i H u g a s o n 92 TMM 2017 · 1 heimsins séu ekki eins algjörar og margir vilja láta í veðri vaka nú á dögum.42 Í báðum þessum ljóðum gætir tilrauna til að samþætta sköpunarstef krist- innar trúar nútímalegri, vísindalegri heimsmynd en það er eitt helsta við- fangsefni trúvarnar nú á dögum. Svipuð hugsun og verður fyrir í kveðjunni til Hawkings kemur fram í „Á fermingardegi systur minnar blómstraði snædrottningin“ (Kyndilmessa).43 Þar segir frá því hvernig fermingardagur fátækrar súlku snerist úr angist í gleði vegna þess að snædrottning móðurinnar blómstraði um nóttina og gaf blóm í barminn sem dró athygli frá snjáðum kjólnum. Auðvitað hafði móðirin lagt sig fram um að hlú að blóminu en kannski fært vandann „[…] aðeins í tal við guð […].“ Ljóðmælandinn tekur ekki af skarið um hvað gerð- ist og hvað réð úrslitum, natni móðurinnar eða bænheyrsla Guðs.44 Blómgun snædrottningarinnar var e.tv. bæði kraftaverk og náttúrufræðilegt fyrirbæri ekki síður en sköpun heimsins. Að endingu Höfundur þessarar greinar skynjar skýran trúarlegan undirtón í fjölmörgum ljóðum Vilborgar Dagbjartsdóttur sem falla þó ekki í flokk biblíuljóða hennar eða þurfa af öðrum augljósum ástæðum að teljast trúarleg. Þessi trú er þó aldrei uppáþrengjandi eða boðandi heldur birtist sem merkingarvídd sem býr að baki augljósustu túlkun ljóðanna. Þetta kemur t.a.m. skýrt fram í ljóðinu „Rof“ sem vel getur lýst venjulegum svefnrofum en getur líka lýst trúarlegri leið mannsins frá ótta til óttaleysis. Guð er víða nálægur í ljóðum Vilborgar og birtist þar í mörgum myndum, hann birtist sem fjarlægur og kröfuharður „karl“, trúður eða sunnanvindur og vorblær. Hann er bæði kaldur og heitur. Stundum er þessi Guð nálægur, stundum sefur hann og stundum leikur mikill vafi á um hvort hann sé enn til. Ef til vill má skynja þá hugsun hjá skáldinu að það sé hvorki manninum né heiminum sjálfum til góðs að Guð sofi mikið lengur. Meðan Guð sefur stofnar maðurinn bæði sér og náttúrunni í voða. Í ljóðum sínum er Vilborg ekki alltaf sátt við Guð sinn og finnst hann ekki meðhöndla karla og konur á sama hátt heldur standa vörð um úrelta sam- félagsskipan. En í ljóðum hennar er líka að finna tilfinningu fyrir persónu- legum Guði og vangaveltur um kristna sköpunartrú sem þrátt fyrir allt er ekki úrelt eða merkingarlaus í ljósi nýjustu tíðinda af tilurð heimsins. – E.t.v. er líka einmitt þar að finna helstu vonina til að móðir Jörð geti áfram dansað glöð „[…] gegnum myrkur – geimryk og glóandi sindur“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.