Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 53
Tv ö l j ó ð
TMM 2017 · 1 53
Þú ert frjó og stinn, með rass einsog veðrað leðursófasett í miðjum leys-
ingum.
Þú ert frjó og mjúk, frjáls, flæðir fram einsog skriðjökull upp úr ætum
aðhaldsnærfötum.
Þú ert frjó, gyðja, guð, goð, góð, þrátt fyrir barneignir, úrvinda musteri
sem endurmótar söguna.
Og svo framvegis og svo framvegis.
LJÓÐ UM #EM2016
Áhlaup, tempó, sókn, tempó, vörn, tempó. Vonbrigðin eru gerð til að sigrast
á þeim, einsog Englendingar, einsog timburmenn og hitabylgjan eru gerð til
að sigrast á þeim. Við gefumst ekki upp fyrren á móti blæs, gefumst ekki upp
í meðbyr þegar allt er liðið hjá, gefumst ekki upp fyrren síðar en það borgar
sig að vera vel undirbúin(n) og hefja æfingar snemma. Maður gefst ekki upp
bara sisona.
Völlurinn er gerður úr grasi, grasið er grænt og við erum sinar, bein og
marðar sálir. Í bláum himni spíra vígamenn í takkaskóm sem falla til jarðar
einsog perur, einsog jarðsprengjur, einsog föðurlandsástin. Það skiptir öllu
að einhver fagni manni; skiptir öllu að þessir ellefu menn sem við fögnum
dansi sér einsog möskvar í neti, hreyfi sig einsog vatnaliljur í grashafi, og
allir komist heim fyrir hryðjuverkunum og rússnesku fótboltabullunum.
Leikurinn leikur sig ekki sjálfur og mestu skiptir að hinir geti ekki neitt,
mestu skiptir að deyja ekki, mestu skiptir að sigra, vera með og fá pening frá
FIFA og auglýsingatekjur. Í þessari röð.
Altso. Söngur, tempó, vörn, tempó, teigur, tempó, skallar og allar þessar
ótrúlegu klippingar, allar þessar ótrúlegu sendingar, allar þessar ótrúlegu
innáskiptingar. Leikurinn er gerður til að sigrast á honum, líkurnar eru
gerðar til að sigrast á þeim, biðraðirnar og varnarveggurinn til að sigrast á
þeim.
Þessir takkaskór eru bleikir.
Þessir magavöðvar selja nærbuxur.
Þetta höfuð er tískuyfirlýsing sem sundrar heimilum.
Við hvolfum stundaglasinu og það mega allir missa stjórn á tilfinningum
sínum meðan enn er sandur í efra hólfinu. Það mega allir vera djöfulóðir,
ástin í 120 kílóa líkamsgervi, ekkert nema spik og bein og það verður allt
fyrirgefið sem gerist á meðan enn er sandur í efra hólfinu, níutíu mínútur
plús uppbótartími, aftur og aftur þar til yfir lýkur, en verið komin heim,
undir sæng og búin að slökkva fanatísk fagnaðarópin áður en síðasta sand-
kornið fellur.