Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 109
F é l a g s a u ð u r , e f n a h a g s þ r e n g i n g a r o g Í s l a n d 1 TMM 2017 · 1 109 er frammi fyrir dómstólum eða almenningi. Sumir þeirra tala enn um „svo kallað“ hrun eins og ekkert sérstakt hafið borið til, sýnilega ónæmir fyrir þjáningum allra þeirra sem misst hafa heimili sín og sparifé, heima og erlendis, beinlínis vegna hrunsins. Að fyrrnefndum formanni Sam fylk- ingar innar undanskildum og aðaleiganda Landsbanka Íslands, Björgólfi Thor Björgólfssyni,3 hefur enginn beðist afsökunar. Aðrir henda á lofti hug takið samsekt og segja að stjórnmálamenn hafi verið kosnir sem síðan hafi komið bankastjórnendunum í aðstöðu til að keyra landið í þrot. Aðrir halda því fram að allir Íslendingar beri ábyrgð. Því ef allir bera ábyrgð þá ber enginn ábyrgð. Meiðyrðamálum af pólitískum rótum hefur fjölgað. Þetta andrúmsloft hefur getið af sér lýðskrum sem kryddað er með andúð á útlendingum, en það hefur ekki áður gerst í stjórnmálum á Íslandi. Að hluta til er andúðin vakin af þróun mála í sumum öðrum ríkjum Evrópu, þar á meðal í Finnlandi, Frakklandi, Svíþjóð og á Bretlandseyjum. Að hluta til stafar hún af löngun til að afstýra gagnrýni á þá sem heimamenn telja bera höfuðábyrgð á hruninu og með fáránlegum ásökunum kenna útlendingum um, þ. á m. Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fyrrum for- seti Íslands sem var gagnrýndur í skýrslu RNA (2010, 8. bindi, 170–178) fyrir blygðunarlaust auglýsingaskrum í þágu bankanna og annarra viðskiptahags- muna fyrir hrun talaði eftir hrun af lítilsvirðingu um Evrópusambandið og Norðurlönd en lagði í staðinn áherslu á vináttu Íslands við Rússland, Kína og Indland. Ný staða Íslands sem gefin er í skyn með þessu, lands sem var stofnaðili að NATO frá 1949 og umsóknarríki að Evrópusambandinu frá 2009, endurspeglar að hluta til niðurlægingu sem sumir íslenskir stjórn- málamenn upplifa sem svo. Niðurlægingin felst í að hafa þurft að þiggja skilyrta aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að engin skilyrðis- laus lán stóðu til boða í Evrópu eða Bandaríkjunum (eða í Rússlandi ef því er að skipta). Leit Íslands að „nýjum vinum“ þarf einnig að skoða í ljósi ein- hliða ákvörðunar Bandaríkjahers um að draga herlið sitt frá Íslandi 2006 í óþökk stjórnvalda. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til ársins 2006 námu árlegar tekjur af veru bandaríska hersins á Íslandi að jafnaði um 2% af landsframleiðslu. Aukið lýðskrum þjónar einnig öðrum tilgangi: að reka fleyg á milli Íslands og Evrópusambandsins og minnka þannig líkurnar á að sérhagsmuna- hópum – aðallega moldríkum eigendum stórútgerðarinnar og meðreiðar- sveinum þeirra – verði settur stóllinn fyrir dyrnar með aðild að sambandinu og tilheyrandi valddreifingu. Tilraun ríkisstjórnarinnar 2013–2016 til að draga einhliða til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu lýsir vandanum. Í stað þess að setja umsóknina í salt líkt og svisslendingar gerðu 1992, þannig að taka mætti upp viðræður að nýju hvenær sem hentaði, þá ætlaði ríkisstjórnin sér að draga umsóknina alveg til baka. Nýtt Alþingi hefði þá orðið að hefja leikinn aftur á byrjunarreit og afla nýs samþykkis hvers og eins aðildarlands sambandsins. Það gæti reynst þungur róður. Hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.