Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 20 TMM 2017 · 1 Hvenær vildirðu verða rithöfundur? Ég er ekki viss um að ég hafi nokkurn tímann viljað vera rithöfundur. Hvaða annað starf myndirðu kjósa að vinna? Við tónlist, við umhverfismál – þar vildi ég bjarga heiminum – og ég væri til í að vera læknir, eitthvað sem gagnast fólki sýnilega. Væri ég kennari yrðu nemendurnir að elska mig skilyrðislaust og vera alltaf 100% viðstaddir and- lega. Þeir þyrftu ekki að fá tíu einsog ég rembdist við að gera, þeir þyrftu bara að vera viðstaddir. Leikari – mér finnst fyndið að margt frægasta fólk sam- tímans vinni við að þykjast vera einhver annar. Kannski væri skemmtilegt að leikstýra og skrifa kvikmyndir fengi maður að hafa frjálsar hendur. Eða baka brauð: það er gefandi að næra fólk líkamlega. Og alls ekki vilja vinna við? Það starf sem þröngvar mér til að framfylgja gildum, viðhorfum eða skoð- unum sem ég trúi ekki á. Ef ég myndi starfa sem lögfræðingur yrði það að vera í þágu einhvers sem ég trúi á. Ég vil samt ekki tala illa um aðrar starfs- greinar. Einsog sá sem tekur skáldskap bókstaflega spyr ég: En hefurðu starfað sem fyrirsæta í myndlistarskóla, á bar? Meinarðu nektarfyrirsæta eins og Úlfur í Fyrir allra augum? Nei, reyndar ekki. En ég hef starfað aðeins sem auglýsingafyrirsæta, meðal annars í New York. Hápunkturinn var auglýsing fyrir snýtuklúta og handþurrkur á vegum Bounty Paper Towels and Napkins. Þá var ég með mikið skegg og var fenginn til að leika „The Beard Mop“ – Mennska skeggkústinn. Einn, tveir og … aksjón: Falleg kona er í nauðum stödd, hún hefur sullað eplasafa á eldhúsborðið sitt og engin tissjú innan handar! Til allrar hamingju birtist Mennski skeggkústurinn út úr skápnum hennar. Og þerrar burt safann með skegginu … Ég lét þetta gott heita. Ég er rithöfundur, ekki skeggkústur. En svona má greiða húsaleiguna. Þetta er sönn saga. *** Ertu giftur? Hvað heitir maki þinn fullu nafni? Ég er giftur, konan mín er Parísarstúlka og heitir Cerise Fontaine. Áttu barn, börn, Nei en fyrsta apríl mun það breytast og þá birtist lítil stúlka sem verður örugglega grínisti þar sem hún er sett á fyrsta apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.