Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
20 TMM 2017 · 1
Hvenær vildirðu verða rithöfundur?
Ég er ekki viss um að ég hafi nokkurn tímann viljað vera rithöfundur.
Hvaða annað starf myndirðu kjósa að vinna?
Við tónlist, við umhverfismál – þar vildi ég bjarga heiminum – og ég væri
til í að vera læknir, eitthvað sem gagnast fólki sýnilega. Væri ég kennari yrðu
nemendurnir að elska mig skilyrðislaust og vera alltaf 100% viðstaddir and-
lega. Þeir þyrftu ekki að fá tíu einsog ég rembdist við að gera, þeir þyrftu bara
að vera viðstaddir. Leikari – mér finnst fyndið að margt frægasta fólk sam-
tímans vinni við að þykjast vera einhver annar. Kannski væri skemmtilegt
að leikstýra og skrifa kvikmyndir fengi maður að hafa frjálsar hendur. Eða
baka brauð: það er gefandi að næra fólk líkamlega.
Og alls ekki vilja vinna við?
Það starf sem þröngvar mér til að framfylgja gildum, viðhorfum eða skoð-
unum sem ég trúi ekki á. Ef ég myndi starfa sem lögfræðingur yrði það að
vera í þágu einhvers sem ég trúi á. Ég vil samt ekki tala illa um aðrar starfs-
greinar.
Einsog sá sem tekur skáldskap bókstaflega spyr ég: En hefurðu starfað sem
fyrirsæta í myndlistarskóla, á bar?
Meinarðu nektarfyrirsæta eins og Úlfur í Fyrir allra augum? Nei, reyndar
ekki. En ég hef starfað aðeins sem auglýsingafyrirsæta, meðal annars í New
York. Hápunkturinn var auglýsing fyrir snýtuklúta og handþurrkur á vegum
Bounty Paper Towels and Napkins. Þá var ég með mikið skegg og var fenginn
til að leika „The Beard Mop“ – Mennska skeggkústinn.
Einn, tveir og … aksjón: Falleg kona er í nauðum stödd, hún hefur sullað
eplasafa á eldhúsborðið sitt og engin tissjú innan handar! Til allrar hamingju
birtist Mennski skeggkústurinn út úr skápnum hennar. Og þerrar burt
safann með skegginu …
Ég lét þetta gott heita. Ég er rithöfundur, ekki skeggkústur. En svona má
greiða húsaleiguna. Þetta er sönn saga.
***
Ertu giftur? Hvað heitir maki þinn fullu nafni?
Ég er giftur, konan mín er Parísarstúlka og heitir Cerise Fontaine.
Áttu barn, börn,
Nei en fyrsta apríl mun það breytast og þá birtist lítil stúlka sem verður
örugglega grínisti þar sem hún er sett á fyrsta apríl.