Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 117
H u g v e k j a TMM 2017 · 1 117 hægri stjórn sé komin til valda kemur ekki til greina að hún sýni nokkra minnstu undanlátssemi gagnvart Bretum – það er reyndar athyglisvert að í þessum deilum lýsir höfundur málstað Íslendinga af nokkurri samúð og tekur fram að þeir eigi ekki annarra kosta völ en færa út fiskveiðilögsöguna. En þorskastríðið hefur skapað mikla gremju í garð Atlants hafsbandalagsins, almenningur vill að stjórnin grípi til róttækra aðgerða. Hættan er nú sú að kommúnistar grípi tækifærið með einhverju undirferli til að knýja stjórnina til að segja skilið við bandalagið. OSS 117 fer semsé af stað til að grafast fyrir um málið, og tekst aðstoðarmanni hans að komast í tengsl við unga stúlku úr hópi kommúnista sem hann liggur. Fyrir hennar hjálp fær hann stefnumót við einhvern foringja sem kallar sig „Sig- urð“. En samtal þeirra í bíl síðla kvölds nálægt Krýsuvík verður endasleppt því tveir menn koma aðvífandi utan úr myrkrinu, skjóta „Sigurð“ og rota Sag- arra. Þannig vindur sögunni síðan áfram, í hvert skipti sem þeir félagar virðast vera í þann veginn að nálgast ein- hverjar upplýsingar er heimildarmannin- um snarlega kálað, hvorugur þeirra skil- ur neitt í neinu og lesandinn ekki heldur. En smám saman fara málin að skýr- ast. Í ljós kemur að kommúnistar eru ekki einir um hituna heldur eru aðrir mættir til leiks, það eru Marx-Lenínistar, semsé maóistar, og það sem fyrir þeim vakir er af nokkuð öðru tagi. Kommún- istarnir – sem virðast vera af sama sauða- húsi og þeir sem áður sátu í stjórn – vilja beita öllum brögðum til að berjast gegn veru Íslendinga í Atlantshafsbandalag- inu, og bak við gerðir þeirra er rússnesk- ur agent, firnaljótur og dulbúinn sem útsendari Breta út af þorskastríðinu. Maóistarnir, sem hata „endurskoðunar- sinnana“ í Moskvu, berjast hins vegar móti kommúnistunum, þeir vilja að Íslendingar sitji áfram í Atlantshafs- bandalaginu til að styrkja það og halda Rússum við efnið í vestri, þá séu minni líkur að þeir fari að ybba sig við Maó. Út af þessu hefjast hin rosalegustu hjaðn- ingavíg, kommúnistar og maóistar vega hvorir aðra í mesta bróðerni. Um síðir kemst OSS 117 í kynni við stúdínu að nafni Kristínu Jónsdóttur sem hann liggur, og verður fyrst úr því smá- misskilningur, því hún heldur að hann sé útsendari Rússa. En svo fara málin að skýrast, Kristín þessi er nefnilega úr þriðja hópnum, hópi „þjóðernissinna“ sem eru andvígir bæði kommúnistum og maóistum og ólíkir þeim að því leyti að þeir leggja ekki stund á manndráp, þeir vilja frjálst og óháð Ísland og halla þeir sér því að vesturlöndum. Fyrir atbeina þeirra sér OSS 117 loks grilla í ljós gegn- um þokuna, og liggja þá í valnum Sig- urður, Bjarni, Matthías, Pétur, Sigríður og Ásmundur, auk útsendara Rússa í Keflavík, Davids Silberberg, samstarfs- konu hans Helen Clift, og margra ónafn- greindra. Sagt er að Íslendingar séu orðn- ir taugaveiklaðir út af öllum þessum lík- fundum, og eru þó ekki öll kurl komin til grafar í bókarlok, því eitt líkið bíður enn í loftræstingunni á Hótel Sögu. Rúss- neski agentinn firnaljóti er gómaður og verst fyrst allra sagna, enda þrautþjálfað- ur í að þola pyndingar, en hann guggnar gagnvart píanóstrengnum og leysir frá skjóðunni. Þá loks kemur sannleikurinn í ljós, á síðustu blaðsíðum bókarinnar, og hann er allhrikalegur: Kommúnistar voru semsé búnir að komast yfir togarann „Baldur“ og útbúa hann með hinum flóknasta tækjabúnaði, einkum loftsigl- ingatækjum. Síðan ætluðu þeir að bíða eftir því að flugvélar Bandaríkjamanna væru að æfingum eitthvert dimmt og þokusamt vetrarkvöld og hefjast þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.