Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 74
M i c h e l H o u e l l e b e c q 74 TMM 2017 · 1 Dantec er á allt annarri skoðun. Og eins undarlegt og það hljómar hef ég tilhneigingu til að tengja hann við Philippe Muray. Ritverk þeirra eru eins ólík og hugsast getur, en þarna liggja leiðir þeirra mjög vel saman. Það er til texti eftir Philippe Muray sem kom út árið 2002 og fáir vita um, texti sem er fullur af gálgahúmor og nefnist Kæru djíhadistar. Hér er kafli úr henni: „Kæru djíhadistar, passið ykkur á illsku mannsins í bermúdaskyrt- unni! Passið ykkur á neytandanum, ferðamanninum, túristanum, sumar- frísfólkinu sem stígur út úr húsbílnum sínum! Þið haldið að við veltum okkur upp úr nautnum og afþreyingu sem hafa gert okkur lin og slöpp. En við komum til með að berjast eins og ljón til að verja linku okkar.“ Á öðrum stað gerir hann góðlátlegt grín að Salman Rushdie sem fjallar um íslamistana og skrifar: „Þeir vilja taka frá okkur allt það góða í lífinu: beikonsamlokur, stuttpils …“ Á öðrum stað kallar hann Le Monde „helgidagblað“. Ég held að þessi dæmi nægi til að skýra fyrir ykkur aðferð Philippes Murays en vísa ykkur að öðru leyti í verk hans sem eru velflest alveg þess virði að lesa. Mauice Dantec skilgreindi sig hins vegar sem „baráttumann fyrir kristni og síonisma“. Það sem hann bað okkur, Vesturlandabúa, að gera, var að verða aftur það sem íslömsku bókstafstrúarmennirnir halda ranglega að við séum: verða aftur krossfarar. Að hans mati var trúarleg sannfæring (eins og kristnin eða gyðingdómurinn) eina leiðin til að berjast gegn annarri trúarlegri sann- færingu eins og íslam. Hér finnst mér freistandi að hoppa allnokkuð aftur í tíma vegna þess að ég var að lesa Histoire des Girondains eftir Lamartine sem er í rauninni ein útgáfa af sögu frönsku byltingarinnar. Það sem fyrst slær mann í þessari bók er sú trú sem knýr byltingarsinnana frönsku áfram, trú sem varð til þess að þeir gátu framið hreint ótrúlegar hetjudáðir og lagt undir sig Evrópu sem hafði sameinast gegn þeim en gátu um leið glímt innbyrðis við margar borgarastyrjaldir. Ætli við, frjálslyndir lýðræðissinnar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, séum svona staðfastir í trú okkar á lýðræðið? Svari nú hver fyrir sig. En það er líka sláandi hversu gríðarlega grimmir frönsku byltingarsinn- arnir voru. Það er skiljanlegt að Joseph de Maistre hafi fundist franska byltingin vera djöfulleg. Á að minnsta kosti fjögurra eða fimm blaðsíðna fresti er afhöggnum höfðum hampað á stjökum. Og sögurnar eru hryllilegar. Ein sú þekktasta er sagan af prinsessunni Lamballe, en einn uppreisnar- mannanna skar legið úr líki hennar og notaði það sem gerviskegg. Menn fara í boltaleik með afhöggvin höfuð og börn eru látin taka grafir foreldra sinna. Aftur og aftur er því lýst þegar aðstoðarmaður böðulsins tekur höfuð manns sem nýbúið er að hálshöggva og löðrungar það við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Þegar maður les þessar frásagnir af frönsku byltingarsinnunum virðast þeir sem standa að Íslamska ríkinu næstum því vera siðmenntaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.