Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 123
R æ ð u r v i ð a f h e n d i n g u í s l e n s k u b ó k m e n n t a v e r ð l a u n a n n a
TMM 2017 · 1 123
leikurinn er auðvitað sá að þetta eru
bara manneskjur, rétt eins og við. Við
skulum ekki hlusta á þá sem segja að við
þurfum að loka landamærum og ein-
angra okkur þegar það ætti að vera aug-
ljóst að núna þurfum við að opna gáttir
og vinna saman.
Látum ekki hræða okkur til þess að
loka augunum fyrir neyð annarra og
skella í lás. Nú skulum við vera hugrökk
og opna dyrnar.
Ég held að það sé skylda í þakkar-
ræðu fyrir barnabókaverðlaun að enda
ræðuna á að vitna í Astrid Lindgren. Ég
gef því bræðrunum Ljónshjarta, þeim
Snúði og Jónatan, síðasta orðið:
„Ég spurði Jónatan hvers vegna hann
yrði að hætta sér út í svona mikla tví-
sýnu. Hann gæti líka hæglega setið
heima við eldinn í Riddaragarði og látið
sér líða vel. En þá sagði Jónatan að það
væri til sitthvað sem maður yrði að gera
jafnvel þótt það væri erfitt og hættulegt.
„Hvers vegna?“ spurði ég undrandi.
„Annars er maður ekki manneskja
heldur bara lítið skítseiði,“ sagði Jónat-
an.“
Takk.
Ragnar Axelsson
Mig langar að þakka fyrir þann heiður
sem mér er sýndur. Ég er óendanlega
þakklátur fyrir þessi verðlaun. Þau eru
ekki bara mikil viðurkenning á mikil-
vægi þess að skrásetja lífshætti á norð-
urslóðum, lífshætti sem nú taka hröðum
breytingum vegna hlýnunar loftslagsins,
heldur eru þau einnig hvatning til að
halda verkinu áfram og ljósmynda þær
breytingar sem óhjákvæmilega munu
verða í náinni framtíð. Það gerist víst
ekki af sjálfu sér. Sumir hafa áhyggjur af
því að veiðimannasamfélög og smærri
byggðir leggist hreinlega af. Aðrir sjá ný
tækifæri, það má ekki gleyma því. Lífið
heldur áfram. Mig langar að tileinka
þessa bók fólkinu á norðurslóðum. Hún
er óður til íbúa norðursins.
Þær miklu breytingar sem nú verða á
norðurhveli jarðar eru og munu verða
eitt stærsta mál sem mannkynið stendur
frammi fyrir. Loftslagið breytist hvergi
hraðar en í norðrinu. Hlýnað hefur
þrisvar sinnum meira á norðurslóðum
en annars staðar á jörðinni undanfarna
áratugi. Það sem gerist á norðurslóðum
á erindi við alla jarðarbúa því það sem
þar gerist hefur áhrif á loftslag um allan
heim. Fólkið sem býr á norðurslóðum á
engan þátt í þeim breytingum sem þar
eiga sér stað. Það eru stærri þjóðir sunn-
ar á hnettinum. Norðurslóðir eru eins
og ísskápur jarðarinnar, hitastillir sem
hjálpar til við að gera hitastigið á jörð-
inni bærilegt. Við erum að glata þessum
ísskáp. Sumum er alveg sama, segja að
þetta hafi allt gerst áður og það þurfi
ekkert að hugsa frekar út í það, við
eigum að fagna því að geta verið á stutt-
buxum hér á Íslandi, en þetta er ekki
alveg svona einfalt. Hægi Golfstraumur-
inn á sér þarf klárlega að fara í síðbuxur
aftur, því þá mun kólna hjá okkur. Ég
held að allir sem eiga börn og barnabörn
vilji geta horft í augun á þeim þegar
spurningin kemur: Afi, amma af hverju
gerðuð þið ekki neitt? Það þarf stöðugt
að upplýsa heiminn um það sem er að
gerast. Að skrásetja lífið á norðurslóð-
um í myndum er mitt framlag. Íslenskir
jöklar munu halda áfram að bráðna
vegna þeirrar hlýnunar sem nú þegar
hefur átt sér stað og því miður virðist
vera engin leið að bjarga þeim. Ef svo
heldur fram sem horfir munu þeir
hverfa að mestu á næstu 150 til 200
árum. Í fyrramálið fer ég til Scoresby-
sunds á Grænlandi. Ég fór þangað fyrst
fyrir 30 árum og þá var hitastigið þar í