Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 6
G e r ð u r K r i s t n ý 6 TMM 2017 · 1 Hannes Sigfússon hefur alltaf verið uppáhaldsatómskáldið mitt. Ljóðin hans geta verið býsna dul og torræð en það er líka það sem dregur mann að þeim. Hann gefur ekki tommu eftir, heldur talar til lesandans lengst aftur úr djúpi skáldskaparins. Skáldið hefur komist að einhverju svo merkilegu að það væri ekki viðeigandi að segja frá því á hversdagslegan hátt. Skáldið bindur sauðaleggi á skó sína eins og Íslendingar gerðu til forna og lætur sig renna áreynslulaust eftir ísilögðu ljóðafljótinu. Lesandinn eltir upp á von og óvon að eiga nokkurn tímann eftir að ná því og þrátt fyrir að vera búinn ólympískum keppnisskautum má hann hafa sig allan við til að halda í við manninn. Samt borgar sig ekki að fara of geyst því undir íshellunni leynast kynstur sem við fyrstu sýn rétt grillir í. Ég var 23 ára gömul þegar ég hélt á eftir Hannesi út á ísinn. Þetta var haustið 1993 og ég var komin til Kaupmannahafnar til nokkurra mánaða dvalar. Meðferðis hafði ég lopapeysuna mína, Ljóðasafn Hannesar og það sem var hvað dýrmætast, loforð útgefanda um að hann myndi gefa út fyrstu ljóðabókina mína. Á dönsku kollegíi sat ég uppi við dogg í mjóum bedda, las Ljóðasafnið og reyndi að átta mig á því hvernig Hannes færi eiginlega að þessu. Ég komst fljótt að því að best er að vera ekkert að velta því fyrir sér, heldur njóta bara ljóðanna. Þá fyrst taka þau til við að strjúka manni blítt um vangann eða löðrunga veggja á milli – sem er ekki síður eftirsóknarvert. Ljóð eiga að hafa slagkraft. … Nakinn klefi. Krómað stál Ókleifar bríkur reistar við hverri tilraun til undankomu Þú hvílir í óbifanlegri kyrrð Þó hverfur þú mér dýpra og dýpra inn í kvöl þína æ dýpra inn í þoku svíandi lyfja svifandi yfir ókunnu landslagi þaðan sem stunur þínar berast Ég heyri ekki framar hvað þú segir! … Þegar ég kom aftur til Íslands langaði mig fátt jafnmikið og að hitta þetta skáld, Hannes Sigfússon, sem dvalið hafði með mér í Kaupmannahöfn án þess að hafa sjálfur haft um það neina einustu hugmynd. Hannes var alltaf hálfdularfullur í mínum huga. Aðallega vegna þess að ég hafði aldrei nokkurn tímann séð hann með eigin augum. Hin atómskáldin hafði ég öll rekist á. Jón Óskar sást alltaf við og við á gangi úti á götu. (Þá var alltaf rok og hann með úfið hárið). Einar Bragi kom fram í útvarpsþætti með mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.