Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 129
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 129 beðið kennara sinn Björn M. Ólsen um að lesa yfir fyrir sig og fengið hjá honum gagnlegar ábendingar. Skýringarnar ætlaði hann til útgáfu fyrir almenning og skólafólk en loks týndist lokagerð handritsins; drögin að skýringunum eru aftur á móti til. Smáatriðið lýtur að því að ég er ekki alveg viss hvaðan Soffía Auður hefur það að þetta sé námsritgerð fremur en kennslugagn. Þórbergur segir ekki svo frá því í Meisturum og læri­ sveinum að það sé nauðsynlegt að draga þá ályktun12 og skýringadrögin sem eru varðveitt eru merkt sem Snorra Edda: Skýringar eftir Þorberg Þórðarson.13 Ég finn ekkert í handritinu sjálfu sem bendir til að þetta sé hugsað sem meist- araprófsritgerð en vera má að það komi fram annars staðar, í bréfum eða í dag- bók. Hér á eftir fylgir ágætur kafli um ljóðlist Þórbergs þar sem lýst er ástæð- um þess að Þórbergur ákvað að gefa út ljóð sín (peningaleysi – sem aftur á móti er helsta ástæða þess að ljóð eru ekki gefin út í dag), efni hennar, formi og hugmyndafræði. Soffía Auður efast um þá „kenningu að Þórbergur komi fram sem framúrstefnuskáld í kvæðum sínum“ (176–185), og það verður að segj- ast eins og er að nær öll ljóð Þórbergs eru ort undir hefðbundnum bragarhátt- um og að hann skorti alla hugmynda- fræði sem þyrfti til að telja hann til framúrstefnuskálda, og það þótt lokaorð „Fútúrískra kveldstemninga“ séu nær yfirnáttúrlega lík síðustu línu fyrsta hluta í „Eyðilandi“ Eliots eins og Bragi Ólafsson hefur bent á,14 þótt því verði seint logið upp á Þórberg að hann hafi fengið það að láni enda „Waste Land“ fimm árum yngra en „Fútúrískar kveld- stemningar“ (sjá einnig um vörn Þór- bergs fyrir hefðbundna bragarhætti á bls. 193–196, sem sýnir svo um munar að þegar kom að kvæðagerð var Þór- bergur þrátt fyrir allt íhaldssamur).15 Soffía Auður telur að áhrifavalda Þór- bergs sé fremur að leita í Æra-Tobba og Heinrich Heine, sem Þórbergur sjálfur vildi þó gera lítið úr, en nokkuð afger- andi samanburð við Heine má finna á bls. 185–191. Jafnvel kvæði sem Þórberg- ur segir ort til nafngreindrar stúlku í Garðastræti verður í huga Jakobs Jóh. Smára að þýðingu á „Du bist wie eine Blume“ eftir Heine, en Eysteinn Þor- valdsson getur þess ekki í umfjöllun sinni um átta þýðingar á því ljóði yfir á íslensku (190). Sjálf telur Soffía Auður að ekki sé um beina þýðingu að ræða og því er ég hjartanlega sammála, en lík- indin eru alveg ljós. Þau eru þó enn meiri á milli „Ich hab’ im Traum gewei- net“ og „Munarljóða IX“ (sjá 189). Ekki svo að skilja að þetta gildi um öll kvæði Þórbergs, eins og vel kemur fram í kafl- anum. Sem fyrr er ráðist að einföldun- um og niðurstaðan sú að ljóð Þórbergs eru af ýmsum toga fremur en að hann hafi verið „andrómantískur grínari“ eða framúrstefnuskáld, hvað þá fútúristi eða dadaisti eins og Halldór Laxness sagði hann vera (177). Sjöundi kaflinn fæst við sjálfsmyndir eða fjölmyndasafn Þórbergs og tengir þannig í textanum við bókarkápuna sem sýnir eins og á filmu röð af myndum af Þórbergi með hin ýmsu svipbrigði, myndir sem upphaflega birtust í bók- inni Bréfin hans Þórbergs til Lillu Heggu og Biddu systur, þar sem hver svipur hafði sitt eigið nafn eins og „gal- gopinn“ og „ólíkindatólið“.16 Þar minn- ist Soffía Auður á hugmyndir Deleuze og Guattari frá 1972 um kleyfgreiningu (e. schizoanalysis) sem ég fæ ekki alveg séð hvernig kemur framhaldinu við nema að því leyti að þeir halda því fram að sjálfið sé ekki fast heldur í stöðugri þróun, sem virkar svo sjálfsagt nú á dögum að mér finnst eins hafa mátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.