Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 135
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2017 · 1 135
óþægilega hvernig atvikið tók á sig mynd
söguefnis. Samlíðan og ritvinnsla í sömu
andrá. Þetta var á mörkum þess að vera
siðlegt en kom æ oftar fyrir – það sem ég
upplifði tók jafnharðan á sig mynd sögu-
efnis. (54)
Við höfum hitt þennan ógæfumann
áður. Í Hversdagshöllinni er heill kafli
undirlagður af því þegar „Níels bróðir
Grétu“ kemur á Þúfu „í afvötnun“.
Og hér eru endurfundirnir endur-
skapaðir í Persónum og leikendum:
Andri var ekki viss um að Skúli bæri
kennsl á hann þótt hann settist við sama
borð. Brosti afsakandi og blés í skrumsl-
aðar hendur. Andri náði í kaffi og jóla-
köku en líkami Skúla virtist hættur
að gera ráð fyrir næringu … Köldum
Hemmingwayaugum reyndi hann að
finna á honum söguflöt. (Persónur og
leikendur 39)
Pétur lætur lesendum Skrifta eftir að
finna þessum manni stað í skáldverkun-
um og það sama á við um þau fjölmörgu
atriði úr fjölskyldusögunni sem hefur
birst í endurskapaðri mynd hér og þar í
höfundarverkinu. Fyrir dygga og minn-
uga lesendur Péturs verður það fljótlega
ein helsta nautnin við Skriftir að leita
uppi og finna stað öllum þessum atrið-
um; stórum og smáum, duldum og aug-
ljósum. Það má meira að segja vera að
þessi leynilögregluleikur villi okkur sýn
á hvernig þessi nýja bók stendur ein og
óstudd. Mig grunar þó að einmitt þetta:
að draga ekki athyglina bókstaflega að
því þegar höfundurinn ljóstrar upp um
rætur einhvers sem seinna blómstraði í
skáldskapnum, geri lestraránægju
„óinnvígðra“ álíka mikla og okkar
hinna, þó af öðru tagi sé.
Þessi fallega minning um móðuraf-
ann stendur til dæmis alveg fyrir sínu
hér:
Ég fékk að halda honum selskap í fóta-
baðinu, því næst lá leiðin inn í stofu,
hann dró út efstu skúffuna í skenknum,
tók upp brúna vasabók með svörtum kili
og færði inn daginn, skipið, tímana og
kaupið ( Skriftir 187)
En það fer óneitanlega fiðringur um
Péturslesandann, hann stekkur að bóka-
hillunni og flettir upp:
Og rétt að hann hafði þrek aflögu til
að færa daginn inn í vasabókina: dag-
setning, mánuður, vinnuveitandi, vinnu-
stundir, krónur og aurar (Hversdags-
höllin 16)
Og:
Þegar Guðjón var búinn að þvo sér og
þurrka innvirðulega milli tánna, fór
hann inn í stofu, dró fram brúna vasa-
bók með svörtum kili og færði hátíðlega
inn guðspjall dagsins: vinnustundirnar,
fyrirtækið og aurana (Punktur punktur
komma strik 39)
Annað skýrt dæmi er hvernig tilhugalíf
Andra og Bylgju í Persónum og leikend-
um sækir hápunkta í samdrátt Péturs og
Hrafnhildar. Báðar virðast stúlkurnar á
viðkvæmu augnabliki vera gengnar í
björg með íþróttahetjum og viðbrögð
hinna skotnu drengja eru þau sömu: að
ganga heim og brenna í vaski sama
ljóðið:
hrynja á hrímhvít lauf
höfug tár
hangir helfrosinn
hlátur vona
flýgur hinstur fugl
og fipast hvergi
bergir blóð mitt
bitur þrá
Í Skriftum tekur Pétur síðan fram að
ljóðið hafi vissulega ekki glatast að
eilífu, það „hafi áður birst í Skólablað-
inu þar sem bókmenntafræðingar fram-