Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 135
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 135 óþægilega hvernig atvikið tók á sig mynd söguefnis. Samlíðan og ritvinnsla í sömu andrá. Þetta var á mörkum þess að vera siðlegt en kom æ oftar fyrir – það sem ég upplifði tók jafnharðan á sig mynd sögu- efnis. (54) Við höfum hitt þennan ógæfumann áður. Í Hversdagshöllinni er heill kafli undirlagður af því þegar „Níels bróðir Grétu“ kemur á Þúfu „í afvötnun“. Og hér eru endurfundirnir endur- skapaðir í Persónum og leikendum: Andri var ekki viss um að Skúli bæri kennsl á hann þótt hann settist við sama borð. Brosti afsakandi og blés í skrumsl- aðar hendur. Andri náði í kaffi og jóla- köku en líkami Skúla virtist hættur að gera ráð fyrir næringu … Köldum Hemmingwayaugum reyndi hann að finna á honum söguflöt. (Persónur og leikendur 39) Pétur lætur lesendum Skrifta eftir að finna þessum manni stað í skáldverkun- um og það sama á við um þau fjölmörgu atriði úr fjölskyldusögunni sem hefur birst í endurskapaðri mynd hér og þar í höfundarverkinu. Fyrir dygga og minn- uga lesendur Péturs verður það fljótlega ein helsta nautnin við Skriftir að leita uppi og finna stað öllum þessum atrið- um; stórum og smáum, duldum og aug- ljósum. Það má meira að segja vera að þessi leynilögregluleikur villi okkur sýn á hvernig þessi nýja bók stendur ein og óstudd. Mig grunar þó að einmitt þetta: að draga ekki athyglina bókstaflega að því þegar höfundurinn ljóstrar upp um rætur einhvers sem seinna blómstraði í skáldskapnum, geri lestraránægju „óinnvígðra“ álíka mikla og okkar hinna, þó af öðru tagi sé. Þessi fallega minning um móðuraf- ann stendur til dæmis alveg fyrir sínu hér: Ég fékk að halda honum selskap í fóta- baðinu, því næst lá leiðin inn í stofu, hann dró út efstu skúffuna í skenknum, tók upp brúna vasabók með svörtum kili og færði inn daginn, skipið, tímana og kaupið ( Skriftir 187) En það fer óneitanlega fiðringur um Péturslesandann, hann stekkur að bóka- hillunni og flettir upp: Og rétt að hann hafði þrek aflögu til að færa daginn inn í vasabókina: dag- setning, mánuður, vinnuveitandi, vinnu- stundir, krónur og aurar (Hversdags- höllin 16) Og: Þegar Guðjón var búinn að þvo sér og þurrka innvirðulega milli tánna, fór hann inn í stofu, dró fram brúna vasa- bók með svörtum kili og færði hátíðlega inn guðspjall dagsins: vinnustundirnar, fyrirtækið og aurana (Punktur punktur komma strik 39) Annað skýrt dæmi er hvernig tilhugalíf Andra og Bylgju í Persónum og leikend- um sækir hápunkta í samdrátt Péturs og Hrafnhildar. Báðar virðast stúlkurnar á viðkvæmu augnabliki vera gengnar í björg með íþróttahetjum og viðbrögð hinna skotnu drengja eru þau sömu: að ganga heim og brenna í vaski sama ljóðið: hrynja á hrímhvít lauf höfug tár hangir helfrosinn hlátur vona flýgur hinstur fugl og fipast hvergi bergir blóð mitt bitur þrá Í Skriftum tekur Pétur síðan fram að ljóðið hafi vissulega ekki glatast að eilífu, það „hafi áður birst í Skólablað- inu þar sem bókmenntafræðingar fram-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.