Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 26
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 26 TMM 2017 · 1 Viltu segja mér hvernig þú sérð fyrir þér 20. öldina og myndirðu geta lýst í fáum orðum hvernig fyrsti eini og hálfi áratugur hinnar 21. birtist þér? Hefurðu tilfinningu fyrir vegferð og andrúmslofti hennar? Önnur stór spurning! Til að svara greindarlega þyrfti ég helst að loka mig af í afskekktum fjallakofa og brjóta spurninguna til mergjar í allt að því mánuð. Þá líst mér einnig illa á kröfuna um „örfá orð“. Þér eru engin takmörk sett í lengd svarsins sem þarf ekki að vera greindar- legt. Eftir því sem ég fæ best séð færðust einstaklingar 20. aldar frá því að vera borgarar – og stundum byssufóður – yfir í að vera nær alfarið svokallaðir neytendur. Og nú, í upphafi 21. aldarinnar, erum við óðum að færast frá því að vera neytendur yfir í að vera eins konar varningur sem er skikkaður í að selja sig sjálfur. Við erum stöðugt að selja okkur:, „persónuleika“, lífsreynslu, hæfileika, útlit. Á netinu erum við alltaf við sjálf – nafngreindir notendur með skilgreint útlit. Skráð inn í tölvupóstforrit, með áskrift að Netflix og Stundinni, á samfélagsmiðlum kommenterum við undir nafni. Þegar ég les og skrifa breytist ég í eitthvað stærra og loftkenndara. Það er þreytandi að þurfa einatt að vera maður sjálfur – gegna skírnarnafninu – og standa í stöðugu argaþrasi eða samanburði við aðra. Stærstu seinni tíma hversdagsbyltingarnar, Internetið og snjallsímar, eru yndislegar en líka stórhættulegar gagnvart ýmsu því sem við höfum fram til þessa haft í hávegum. Nettengdur snjallsími fer langt með að verða staðgengill ímyndunarafls. Rithöfundur situr við tölvuna og gægist á fimm mínútna fresti á Facebook, milli þess sem hann rembist við að vera snill- ingur. Takk fyrir orðasambandið: skilgreint útlit. En eru rithöfundar ekki búnir að gefa upp á bátinn hugmyndina um snillinginn? Úps! Er það? Æ, skrambinn – ég sem er ennþá með þetta á listanum mínum: 100 hlutir sem þú þarft að afgreiða áður en þú deyrð: 69) verða snillingur ( x ) En jú, auðvitað er kjánalegt að trúa á Snillinginn þegar uppi vaða tæplega 7,5 milljarðar manna/snilla og milljónir þeirra sitja við snotru fartölvurnar sínar, hamrandi blóðugar glæpasögur inn í vel hönnuð ritvinnsluforrit, með heita bolla úr sjálfvirkri nespressó-vél sér til handargagns og örvunar. Að því sögðu tel ég þó að listafólk þurfi stundum að hegða sér eins og snill- ingar – þ.e. hafa meiri áhuga á eigin hugarstarfsemi en flogakenndu upp- lýsingaflóðinu allt í kringum okkur – til að skapa innihaldsrík listaverk. Við streymum tugum, jafnvel hundruðum radda inn í höfuðið á okkur daglega, í gegnum síma og tölvur, en við þurfum stundum að gefa okkur tíma til að hlýða á aðeins eina rödd – til dæmis með því að lesa bók – eða ná utan um eigin þankagang. Það er svo auðvelt að horfa bara á nútímann streyma hjá,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.