Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 51
TMM 2017 · 1 51 Eiríkur Örn Norðdahl Tvö ljóð LJÓÐ UM HOLD OG FRJÓSEMI ÞESS Hold þitt er slitið, upprist og uppreist en þú ert frjó; þú ert sigg, þú ert hrúður á sári, þú ert ígerðir, smyrsl og holdfúi, grafir botnlanga, forhúða og fóstra. Þú ert frjó þrátt fyrir uppskurði, inngrip og djúpa skurði upp báða handleggi, yfir axlir og niður undir brjóst svo út renna tveir púðar óvart, niður kvið og hverfa ofaní gapandi keisaraskurð, þaðan sem börn þín fæðast loks óbyrja með fitukeppi í heilastað og mjólkurkirtla í hjartastað. Þú ert frjórri en líkami þinn, frjórri en musteri úrvinda sálna; þú leggst undir hnífinn til þess að sleppa þeim út – einsog blóðugri fitu úr þarmstuttri móður, hárlausum fugli úr húðflegnum lófa – til þess að sprauta mannkyns- söguna þrútna af bótúlíneitri, til þess að brjóta niður fuglinn eitt óskabein í einu, til þess að muna að þú finnur hvergi til, skoru fyrir skoru, skurð fyrir skurð upp alla limi í senn, þína og annarra. Annars ertu bara dofin. Þú ert frjó og skapandi, skrunar niður greinar um heilbrigða kynhegðun, hegðunarmynstur lyklabarna, félagsmiðlarytma nútímans og leikföng sem skipta litum; kinkar kolli taktfast með kokið fullt af hlandvolgu holdi og tyggur matinn þrjátíu sinnum svo hann meltist betur; þú ert frjó og þú verður alltaf svöng þegar einhver grípur í spikið á þér; þú ert frjó og þú étur einsog hobbitti; frjó og verður alltaf gegndrepa þegar einhver sökkvir fingrunum í lærin á þér; frjó og það styttist í sprungnar spangir, blóðugar barneignir, þéttriðna sauma og blóðlaus tíðahvörf; þú ert frjó, kviðurinn sprettist upp svo út seytlar kekkjótt sæði og allar skálar í húsinu fyllast af hlaupköllum, sellerístönglum og laxerandi ídýfum. Þú ert frjó og þú missir útlimi, steypist út í þrymlabólum og grefur sköp þín í glingri; þú ert frjó og þú stækkar, frjó og þú dregst saman, frjó í 23% aukinni hættu á hjartasjúkdómum, 17% aukinni hættu á áunninni sykur- sýki, 38% aukinni hættu á smitandi sjálfsmyndarbrenglun, frjó og fögur, frjó og getnaðarleg, frjó og sjálfri þér næg. Þú ert frjó og þér stendur á sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.