Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 48
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 48 TMM 2017 · 1 í lausamöl undir hjólbörudekkinu. Hann leyfði þunganum að toga sig áfram niður brekkuna áreynslulaust. Munnurinn á mér var eins og fullur af bómull. Tungan festist við skrjáfþurran góminn þegar ég reyndi að tala. „Af hverju varstu að meiða hana?“ spurði ég loks, án þess að líta aftur fyrir mig. Hjólbörurnar mjökuðust áfram eins og undan eigin afli. Röddin á bak við mig hljómaði eins og hugurinn væri nú þegar kominn í órafjarlægð frá kettinum á brúnni. „Ha? Kisuna? Ég var ekkert að reyna að meiða hana. Vildi bara sjá.“ Við vorum komin niður brekkuna og hann byrjaði að auka hraðann. Hallaði sér fram og hljóp. Ég fann fyrir heitum og hröðum andardrætti á hnakkanum og eyrunum. Röddin var strax orðin móð og másandi. „Eins og með sjón- varpið,“ sagði hann. Við rifum varfærnislega upp stóra mosatorfu úti í hrauni og lögðum yfir hvolfdar hjólbörurnar til að fela þær. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að komast aftur heim en hann sagðist rata. Það var enn bjart þegar við gengum til baka og ég var fegin að ég hafði gleymt úrinu mínu heima. Það kom mér undan því að þurfa að ljúga að þeim um að hafa ekki vitað hvað klukkan var orðin margt. Sólin var að setjast og skuggar okkar voru langir og mjóir fyrir framan okkur á malbikinu og strukust öðru hverju saman. Við þurftum að ganga lengi áður en ég byrjaði að kannast við mig. Ég var hálf bangin við að einhver sæi okkur úti svona seint, örugglega löngu eftir úti- vistartíma, en hann virtist ekkert vera að spá í því svo ég minntist ekki á það. Í nýju götunni minni voru húsin föl og draugaleg í kvöldbirtunni. Hann vildi fá að vita hvaða gluggi lægi að herberginu mínu og þegar ég benti kinkaði hann kolli eins og hann hefði grunað það og sagði: „Ég get klifrað upp þakrennurörið og bankað á glerið ef við þurfum að tala saman. Eins og á næturnar. Er hann opnanlegur?“ Hann brosti með öllum tönnunum þegar ég kinkaði kolli. „Ef þú vilt tala við mig settu þá logandi kerti í gluggann, þá sé ég það þegar ég á leið hjá og get klifrað upp rörið og bankað, eða hent steinvölum í glerið og þú klifrað niður.“ Hann var hæstánægður með þetta ráð og sagði mér að hann hefði séð það í bíómynd um njósnara. Við kvöddumst og ég veifaði við hurðina, skellti á eftir mér og hljóp beint upp stigann og inn í herbergi. Ég heyrði í sjónvarpinu inni í stofu en fór ekki að láta vita af mér. Þau myndu koma upp og tala við mig hvort eð er. Ég var enn í skónum þegar ég klöngraðist yfir rúmið að glugganum. Langaði að veifa honum svo hann sæi örugglega hvaða gluggi væri minn en þegar ég dró frá var hann horfinn. „Anna Dís!“ kallaði mamma á neðri hæðinni, „Varst þetta þú að koma inn?“ Ég heyrði hratt fótatak hennar í stiganum og settist niður að bíða þess sem koma skyldi. Hún bankaði ekki á hurðina áður en hún kom inn. Hún gerir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.