Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 122
122 TMM 2017 · 1 Hildur Knútsdóttir Kæri forseti, höfundar og gestir. Takk fyrir mig. Það er mér mikill heiður að hljóta Íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki barna- og unglinga- bóka og mér þykir leitt að geta ekki veitt þeim móttöku sjálf. Vetrarhörkur er beint framhald Vetrar frís sem kom út fyrir þarsíðustu jól. Bækurnar fjalla um afdrif systkin- anna Bergljótar og Braga eftir að geim- verur gera árás á Ísland og éta megnið af þjóðinni. Veröld systkinanna hrynur og þau verða flóttamenn í eigin landi, inni- lokuð og bjargarlaus. Þau þurfa ein- hvernveginn að reyna að komast af og halda í vonina um þeirra bíði einhver framtíð. Vetrarhörkur er furðusaga og flestum finnst söguþráðurinn harla ólíklegur. En ég held að það skipti stríðshrjáð fólk hins vegar litlu máli hverrar tegundar innrásarherinn er. Ef einhver reynir að þurrka út þjóð þína, þá breytir varla miklu hvort það eru geimverur eða bara annað fólk. Þannig að þó að Vetrarhörk- ur sé furðusaga, þótt hún sé hrollvekja, þá deila Bragi og Bergljót örlögum fjölda barna. Það hafa aldrei fleiri verið á flótta í heiminum en akkúrat núna. Og meðal flóttamanna eru 10 milljónir barna. Aðstæður flóttafólks eru flestum okkar sem hér stöndum framandi. Við eigum erfitt með að ímynda okkur að hið sama geti hent okkur. En það er í rauninni bara hending að við séum hér en ekki þar. Við erum fáránlega heppin að hafa fæðst þar sem við fæddumst, inn í öruggar aðstæður. Og við erum svo góðu vön að okkur finnst fjarstæðu- kennt að ímynda okkur að þær aðstæð- ur gætu breyst á einni nóttu. En ég held ekki að fólkinu í Aleppo hafi dottið í hug að svona gæti farið. Ég held ekki að þau hafi getað ímyndað sér að borgin þeirra yrði sprengd í tætlur og þau myndu missa aleiguna. Við erum fáránlega heppin. Við búum við allsnægtir og öryggi og okkur ber siðferðisleg skylda til að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem eru ekki jafn lánsamir. Það er tvennt sem við getum gert: Við getum í fyrsta lagi lagt okkar af mörkum til að fyrirbyggja að fólk missi heimili sitt og lendi á flótta. Það gerum við með því að beita okkur fyrir friði á alþjóðavettvangi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn loftslags- breytingum af mannavöldum sem ógna heimkynnum milljóna. Svo getum við í öðru lagi hjálpað þeim sem eru þegar á flótta. Við getum styrkt hjálparstarf og við getum tekið á móti miklu fleira fólki, boðið það vel- komið og komið fram við það eins og manneskjur en ekki glæpamenn. Við búum við allsnægtir. Hér er nóg pláss. Hér er nóg vinna. Og hér eru til nægir peningar. Við erum aflögufær. Látum ekki ljúga að okkur að við séum það ekki. Látum ekki ljúga að okkur að við séum of lítil þjóð til að hjálpa. Við skulum ekki hlusta á hræðsluáróður um að fólk af öðrum uppruna sé hættulegt og ógn við okkar samfélag, því sann- R æ ð u r v i ð a f h e n d i n g u í s l e n s k u b ó k m e n n t a - v e r ð l a u n a n n a þ a n n 7 . 2 . 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.