Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 122
122 TMM 2017 · 1
Hildur Knútsdóttir
Kæri forseti, höfundar og gestir.
Takk fyrir mig. Það er mér mikill
heiður að hljóta Íslensku bókmennta-
verðlaunin í flokki barna- og unglinga-
bóka og mér þykir leitt að geta ekki veitt
þeim móttöku sjálf.
Vetrarhörkur er beint framhald
Vetrar frís sem kom út fyrir þarsíðustu
jól. Bækurnar fjalla um afdrif systkin-
anna Bergljótar og Braga eftir að geim-
verur gera árás á Ísland og éta megnið af
þjóðinni. Veröld systkinanna hrynur og
þau verða flóttamenn í eigin landi, inni-
lokuð og bjargarlaus. Þau þurfa ein-
hvernveginn að reyna að komast af og
halda í vonina um þeirra bíði einhver
framtíð.
Vetrarhörkur er furðusaga og flestum
finnst söguþráðurinn harla ólíklegur.
En ég held að það skipti stríðshrjáð fólk
hins vegar litlu máli hverrar tegundar
innrásarherinn er. Ef einhver reynir að
þurrka út þjóð þína, þá breytir varla
miklu hvort það eru geimverur eða bara
annað fólk. Þannig að þó að Vetrarhörk-
ur sé furðusaga, þótt hún sé hrollvekja,
þá deila Bragi og Bergljót örlögum fjölda
barna.
Það hafa aldrei fleiri verið á flótta í
heiminum en akkúrat núna. Og meðal
flóttamanna eru 10 milljónir barna.
Aðstæður flóttafólks eru flestum okkar
sem hér stöndum framandi. Við eigum
erfitt með að ímynda okkur að hið sama
geti hent okkur. En það er í rauninni
bara hending að við séum hér en ekki
þar. Við erum fáránlega heppin að hafa
fæðst þar sem við fæddumst, inn í
öruggar aðstæður. Og við erum svo
góðu vön að okkur finnst fjarstæðu-
kennt að ímynda okkur að þær aðstæð-
ur gætu breyst á einni nóttu. En ég held
ekki að fólkinu í Aleppo hafi dottið í
hug að svona gæti farið. Ég held ekki að
þau hafi getað ímyndað sér að borgin
þeirra yrði sprengd í tætlur og þau
myndu missa aleiguna.
Við erum fáránlega heppin. Við
búum við allsnægtir og öryggi og okkur
ber siðferðisleg skylda til að gera það
sem í okkar valdi stendur til að hjálpa
þeim sem eru ekki jafn lánsamir.
Það er tvennt sem við getum gert:
Við getum í fyrsta lagi lagt okkar af
mörkum til að fyrirbyggja að fólk missi
heimili sitt og lendi á flótta. Það gerum
við með því að beita okkur fyrir friði á
alþjóðavettvangi og gera allt sem í okkar
valdi stendur til að vinna gegn loftslags-
breytingum af mannavöldum sem ógna
heimkynnum milljóna.
Svo getum við í öðru lagi hjálpað
þeim sem eru þegar á flótta. Við getum
styrkt hjálparstarf og við getum tekið á
móti miklu fleira fólki, boðið það vel-
komið og komið fram við það eins og
manneskjur en ekki glæpamenn.
Við búum við allsnægtir. Hér er nóg
pláss. Hér er nóg vinna. Og hér eru til
nægir peningar. Við erum aflögufær.
Látum ekki ljúga að okkur að við séum
það ekki. Látum ekki ljúga að okkur að
við séum of lítil þjóð til að hjálpa. Við
skulum ekki hlusta á hræðsluáróður um
að fólk af öðrum uppruna sé hættulegt
og ógn við okkar samfélag, því sann-
R æ ð u r v i ð a f h e n d i n g u
í s l e n s k u b ó k m e n n t a -
v e r ð l a u n a n n a þ a n n 7 . 2 . 2 0 1 7