Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 33
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 33
vitað; þá sögu skrifaði ég bara án þess að hugsa mikið um textann. Það er
best: Sögurnar streyma fyrir hugsjónunum eins og litlar prívat bíómyndir og
maður reynir að spegla það sem maður sér fyrir sér með orðum inn í næstu
vitund. En ég vil ekki kryfja aðferðirnar – trikkin, orðalagið, stílbrigðin – of
mikið. Því þá rofnar sagan.
Segðu mér fleira af nýju bókinni.
Ég var miklu afslappaðri þegar ég skrifaði Fyrir allra augum en Kvíða
snillingana, ég skrifaði þá bók nákvæmlega eins og mig langaði, hafði öðlast
meira sjálfsöryggi og afslappelsi. Mér þykir vænt um hvað hún hefur hlotið
góðar undirtektir: ég hef fengið fjölda skeyta og ábendinga frá hinum og
þessum, oft ólíklegasta fólki, og sumir segjast aldrei fyrr hafa lesið bók á
íslensku sem lýsi kunnuglegri reynslu, á þeirra tungutaki – það var mark-
miðið. Og slík viðbrögð eru mér svo dýrmæt, ég viðurkenni það alveg; mark-
miðið er að ná til fólks. Sumir eldri gagnrýnenda virðast samt helst vilja að
ég skrifi skáldsögu sem gerist í mikilli þoku á 19. öld þar sem menn róa út
á sjó í árabáti.
Já, það verður að skrásetja nýjustu tímana og á fleiri stöðum en á sam-
félagsmiðlum. Bókin opnar dyr og útskýrir margt og kennir. Ertu að skrifa
nýja bók?
Já, ég er eiginlega alltaf að skrifa margar í einu.
Best að segja ekki of mikið.
Ernest Hemingway, sem var flottur og belgingslegur karl, sagði að maður
ætti aldrei að tala um það sem maður hefði á vinnslustigi, því að þá þvaðraði
maður úr sér verkþörfina.
En ég spyr á móti: Um hvað á maður þá að tala?