Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 97
F é l a g s a u ð u r , e f n a h a g s þ r e n g i n g a r o g Í s l a n d 1
TMM 2017 · 1 97
í Bandaríkjunum 2007–2008 og birtust í falli Lehman Brothers. Fjölmargar
aðvaranir fræðimanna og annarra (sjá t.d. Akerlof and Romer, 1993; Black,
1995; Stiglitz, 2010, 5. kafli; Ferguson, 2012) fyrir og eftir fallið enduróma
orð Galbraiths.
James K. Galbraith var ómyrkur í máli í skriflegum vitnisburði sínum
fyrir réttarfarsnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2010 sem hann
lauk með þessum orðum: „[…] tilveru landsins er ógnað. Annaðhvort vinnur
réttarkerfið sitt verk eða markaðskerfið verður ekki endurreist. Vandleg,
gagnsæ, skilvirk og róttæk hreinsun þarf að fara fram í fjármálakerfinu, og
einnig meðal þeirra opinberu embættismanna sem brugðust trausti almenn-
ings. Fólk í fjármálakerfinu verður að fá að finna fyrir mætti laganna á eigin
skinni. Og almenningur sem býr við lög verður að sjá klárt og skýrt að sú
sé raunin.“
Í þessari ritgerð verður hugað að samspilinu á milli áfalla í fjármála kerf um
og félagsauðs, en sé hann látinn drabbast niður getur það grafið undan vexti
og viðgangi efnahagslífsins og hugsanlega stuðlað að auknum þreng ingum.
Gerður verður tölulegur samanburður á reynslu Bandaríkjanna á 3. og 10.
áratug 20. aldar, fram til ársins 2008 annars vegar, og svo aftur reynslu Sví-
þjóðar og Íslands. Vinnutilgátan er að rýrnandi félagsauður geti verið bæði
undanfari og afleiðing lítils eða skrykkjótts hagvaxtar og fjármálakreppu.
Frá misskiptingu til kreppu
Samkvæmt Galbraith (1988) báru veltiárin á 3. áratug síðustu aldar í sér vísa
að Hruninu mikla 1929. Margir sjá nú þegar þeir líta til baka svipaða þróun
í Bandaríkjunum frá 9. áratugnum og áfram þegar Bandaríkjaþing aflétti
regluverki í fjármálageiranum, eins og það hefði gleymt öllum lærdómum af
heimskreppunni, t.d. árið 1999 þegar þingið afnam lögin frá 1934, kennd við
þingmennina Glass og Steagall, og reif þannig niður skilrúmið á milli starf-
semi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og leyfði bankamönnum að fara
sínu fram að vild (Þorvaldur Gylfason et al., 2010, 4. kafli). Þó nokkur þeirra
stórskaðlegu óheillaskrefa frá 1920 sem Galbraith lýsti voru stigin aftur 80
árum síðar.
Við lítum fyrst á tekjuskiptinguna.
Í skýrslu The Economic Policy Institute (2011) segir að laun bandarískra
framkvæmdastjóra, í hlutfalli við almenn laun, hafi vaxið frá því að vera
30-föld árið 1960 upp í 270-föld árið 2008. Í hinu áhrifamikla verki sínu,
Capital in the Twentyfirst Century (2014), birtir Thomas Piketty gögn sem
sýna sláandi samsvörun milli áranna 1920 og 1990 í Bandaríkjunum og fleiri
löndum, hvernig hlutur þeirra 10% sem hæstar höfðu tekjur hafði vaxið í
heildartekjum bandaríkjamanna frá 40% í 50% milli áranna 1920 til 1929
og aftur milli áranna 1990 og 2008. Samsvarandi tölur frá Norðurlöndum í
dag eru 20% og 25% í öðrum löndum Evrópu. Myndir 1 og 2 sýna tölur fyrir