Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 110
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
110 TMM 2017 · 1
vegar virðist ríkisstjórnin hafa klúðrað tilraun sinni til að draga aðildarum-
sóknina til baka þar sem Evrópusambandið getur varla litið svo á að utan-
ríkisráðherra geti einhliða dregið til baka aðildarumsókn sem Alþingi sam-
þykkti 2009. Ísland er að vísu ekki lengur á opinberum lista sambandsins
yfir umsóknarlönd, en þó virðist ekki útilokað að hægt verði að taka aftur
upp þráðinn þar sem frá var horfið 2013 óski Alþingi þess.
Niðurstaða
Í þessari ritgerð hefur verið hugað að samspili milli félagsauðs og efnahags-
lífs, þ. á m. efnahagsáfalla, með sérstöku tilliti til nýlegrar reynslu frá Íslandi.
Vaxandi ójöfnuður var undanfari bæði Kreppunnar miklu 1929–1939 og
Samdráttarins mikla sem hófst á árunum 2007–2008. Eftir stendur spurn-
ingin um hvort líta megi á aukinn ójöfnuð sem eina af orsökum þessara
efnahagsþrenginga, ásamt öðru, eða hvort ójöfnuður og efnahagsþrengingar
eigi sér sameiginlegar orsakir, eða að hvort tveggja eigi við. Síðan var velt
upp spurningunni um hvort sömu sögu væri að segja um aðra þætti félags-
auðs. The World Values Survey og aðrar heimildir, m.a. Gallup, vitna um
djúpstætt og vaxandi vantraust í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar, bæði
víðtækan skort á trausti til stofnana og skort á trausti milli manna. Bent var
á að skortur á trausti er ekki vandamál í Danmörku, Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð. Þeim löndum tókst öllum býsna vel að mæta Samdrættinum mikla
meðan Bandaríkin og Ísland, þar sem traust er miklu minna, urðu illilega
fyrir barðinu á heimatilbúnum skakkaföllum. Á Íslandi sérstaklega var lítið
traust ríkjandi allmörgum árum fyrir hrunið 2008 sem bendir til þess að
aukið vantraust, eins og vaxandi ójöfnuður, geti bæði verið undanfari og
afleiðing efnahagsþrenginga. Ennfremur virðist mikil misskipting líkleg
til að grafa undan trausti og öfugt. Svipuð atriði voru nefnd í sambandi við
spillingu.
Vinnutilgátan er sú, í stuttu máli, að hnignandi félagsauður geti verið bæði
undanfari og afleiðing lítils hagvaxtar og versnandi efnahags, þar á meðal
tilfallandi fjármálakreppu. Þannig getur orðið til vítahringur hnignandi
samfélags og lítils eða ójafns vaxtar, hugsanlega með langvarandi efnahags-
legum afleiðingum sem geta dregið enn úr samheldni samfélagsins með því
að grafa undan trausti og ýta undir lýðskrum og aðrar öfgar í stjórnmálum
sem geta ógnað lýðræðislegum stjórnarháttum. Ekkert af þessu er samt sem
áður nauðsynlegt eða óhjákvæmilegt. Félagsauðinn má styrkja og endur-
nýja með því að fjárfesta í menntun og heilbrigði og marka pólitíska stefnu
sem dregur úr misskiptingu eigna og tekna. Þannig má endurheimta traust.
Sumir höfundar (t.d. Sachs, 2015) mæla með leiðsögn um siðferði, siða-
reglum starfsstétta og opinberum ávítum á þá sem bregðast trausti almenn-
ings. Bankar brjóta ekki lög heldur bankastjórnendur.