Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 25
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n TMM 2017 · 1 25 Svo hef ég áhugamál – það hafa ekki allir áhugamál – ég gef mig allan alveg á vald þess sem ég hef áhuga á, sem er að skrifa, teikna, semja og spila tónlist. Hvað metur þú minnst í eigin fari? Tilhneiginguna til að fresta praktískum atriðum einsog að fylla út skatt- skýrsluna, greiða reikninga, svara tölvupóstum. Maður gengur á ósýnilegri línu. Já, þetta heitir frestunarárátta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Einhvern tímann sagði mér vinur minn sem skrifar líka en hann var nýbúinn að skrifa bók: Mér fannst eiginlega ekkert gaman að skrifa hana. Og ég hugsaði: Ó, ég hef aldrei sett þetta í það samhengi hvort það er leiðinlegt eða skemmtilegt að skrifa bók, ég bara skrifa. Þannig að mér hlýtur að finn- ast það gaman. Það er líka gaman að hitta áhugavert fólk. En fyrst og síðast verð ég alltaf að losa um eitthvað í sálinni: spila á gítarinn minn, skrifa – það finnst mér gaman – og að ferðast, vera alltaf á leiðinni eitthvað. Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Þegar maður gleymir sér alveg í því sem maður er að gera og þarmeð komast hugtök á borð við fullkomnun og hamingju ekki að, þau missa marks og þá er maður í þessu flútti við það sem maður á að vera að gera, einsog ég var að segja áðan: staddur inni í hlýju og góðu tilfinningunni. Það sem ég áttaði mig á eftir að ég gaf út Kvíðasnillinganna var að þóknunarþörf veldur vanlíðan – hver var aftur spurningin? Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Þegar maður er staddur inni í hlýju og góðu tilfinningunni og maður vex og dafnar inni í henni einsog tré sem smástækkar. Þá vex maður á eðlilegan hátt. Þannig líður mér oft þegar ég er að skrifa: ég er að búa eitthvað til sem ég á að vera að búa til og mér líður fullkomlega eðlilega, vex og dafna einsog tré. Það getur enginn bent á tréð og sagt: Þessi grein hefði frekar átt að vaxa í þessa átt! Hún á bara að vaxa einsog hún vex og það er þannig sem ég skrifa. *** Hefur eitt tímabil mótað þig meira en önnur? Jú, sjálfsagt. Ofbeldið í heiminum kynnti sig ærlega fyrir mér með því að gera mig fyrst hálfrúmfastan um langt skeið – tólf ára með ónýt hné og lystarstol – og mölbrjóta síðan í mér fjöldamargar tennur plús beinið milli nefs og munns – fimmtán ára – skallaeinvígi í fótboltaleik. Árin sem ég bjó í London og París og kenndi sjálfum mér að ná einbeitingu, lesa og skrifa, voru líka mikilvæg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.