Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 25
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 25
Svo hef ég áhugamál – það hafa ekki allir áhugamál – ég gef mig allan alveg
á vald þess sem ég hef áhuga á, sem er að skrifa, teikna, semja og spila tónlist.
Hvað metur þú minnst í eigin fari?
Tilhneiginguna til að fresta praktískum atriðum einsog að fylla út skatt-
skýrsluna, greiða reikninga, svara tölvupóstum. Maður gengur á ósýnilegri
línu. Já, þetta heitir frestunarárátta.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Einhvern tímann sagði mér vinur minn sem skrifar líka en hann var
nýbúinn að skrifa bók: Mér fannst eiginlega ekkert gaman að skrifa hana. Og
ég hugsaði: Ó, ég hef aldrei sett þetta í það samhengi hvort það er leiðinlegt
eða skemmtilegt að skrifa bók, ég bara skrifa. Þannig að mér hlýtur að finn-
ast það gaman. Það er líka gaman að hitta áhugavert fólk. En fyrst og síðast
verð ég alltaf að losa um eitthvað í sálinni: spila á gítarinn minn, skrifa – það
finnst mér gaman – og að ferðast, vera alltaf á leiðinni eitthvað.
Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju?
Þegar maður gleymir sér alveg í því sem maður er að gera og þarmeð
komast hugtök á borð við fullkomnun og hamingju ekki að, þau missa marks
og þá er maður í þessu flútti við það sem maður á að vera að gera, einsog ég
var að segja áðan: staddur inni í hlýju og góðu tilfinningunni. Það sem ég
áttaði mig á eftir að ég gaf út Kvíðasnillinganna var að þóknunarþörf veldur
vanlíðan – hver var aftur spurningin?
Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju?
Þegar maður er staddur inni í hlýju og góðu tilfinningunni og maður vex
og dafnar inni í henni einsog tré sem smástækkar. Þá vex maður á eðlilegan
hátt. Þannig líður mér oft þegar ég er að skrifa: ég er að búa eitthvað til sem
ég á að vera að búa til og mér líður fullkomlega eðlilega, vex og dafna einsog
tré. Það getur enginn bent á tréð og sagt: Þessi grein hefði frekar átt að vaxa í
þessa átt! Hún á bara að vaxa einsog hún vex og það er þannig sem ég skrifa.
***
Hefur eitt tímabil mótað þig meira en önnur?
Jú, sjálfsagt. Ofbeldið í heiminum kynnti sig ærlega fyrir mér með því
að gera mig fyrst hálfrúmfastan um langt skeið – tólf ára með ónýt hné og
lystarstol – og mölbrjóta síðan í mér fjöldamargar tennur plús beinið milli
nefs og munns – fimmtán ára – skallaeinvígi í fótboltaleik. Árin sem ég bjó
í London og París og kenndi sjálfum mér að ná einbeitingu, lesa og skrifa,
voru líka mikilvæg.