Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 64
F l a n n e r y O ’ C o n n o r 64 TMM 2017 · 1 með að fá að vera viðstaddur þennan viðburð og á leiðinni í sætið sitt endur- tók hann í sífellu, eins hátt og hann gat: „Ég er svo glaður yfir því að vera hér á frumsýningunni, með öllum þessum sætu stelpum!“ En það var annað frægðarmenni á leið upp á sviðið hinum megin og enginn veitti honum lengur athygli. Hann svaf undir sýningunni, tautandi kröftuglega upp úr svefninum öðru hvoru. Upp frá þessu hafði líf hans ekki verið sérlega áhugavert. Fætur hans voru steindauðir, hnén eins og ryðgaðar lamir, nýrun virkuðu að eigin geðþótta en hjartað hélt áfram að slá af þrjóskunni einni saman. Fortíðin og fram- tíðin var það sama í hans huga, annað var gleymt og hitt gat hann ekki munað; hann leiddi ekki hugann að dauðanum fremur en köttur. Á hverju ári, á minningardegi Sambandsríkjanna, var hann klæddur upp og lánaður á Borgarminjasafn fylkisins þar sem hann var hafður til sýnis frá eitt til fjögur í rykföllnu herbergi sem var fullt af gömlum ljósmyndum, gömlum einkennisbúningum, gömlum fallbyssum og sögulegum skjölum. Allt var þetta varðveitt í læstum glerskápum svo börnin gætu ekki snert neitt. Hann var í hershöfðingjabúningnum frá frumsýningunni og sat brúnaþungur á litlum bletti sem var afmarkaður með köðlum. Ekkert við hann gaf til kynna að hann væri á lífi nema stöku hreyfing í gráleitum augunum en einu sinni, þegar frakkur krakki snerti sverðið hans, skaut hann handleggnum örsnöggt fram og sló á fingur hans. Á vorin, þegar gömlu setrin voru opnuð fyrir pílagríma, var honum boðið að klæðast einkennisbúningnum og sitja á einhverjum áberandi stað til að ljá umhverfinu viðeigandi andrúmsloft. Yfir- leitt sýndi hann gestunum fyrirlitningarsvip við slík tækifæri, en einstöku sinnum sagði hann þeim frá frumsýningunni og fallegu stúlkunum. Ef hann dæi áður en Sally Poker útskrifaðist ímyndaði hún sér að hún myndi sjálf deyja. Við upphaf sumarannarinnar, jafnvel áður en hún gat vitað hvort hún stæðist prófin, sagði hún deildarforsetanum að afi hennar, Tennessee Flintrock Sash, hershöfðingi úr Þrælastríðinu, myndi verða við- staddur útskrift hennar og að hann væri hundrað og fjögurra ára gamall en hugur hans væri enn skýr eins og bjölluhljómur. Merkismenn voru alltaf velkomnir og fengu að sitja uppi á sviði og voru kynntir fyrir viðstöddum. Hún fékk því framgengt að ungur frændi hennar, John Wesley Poker Sash, sem var í skátunum, myndi koma og rúlla hjólastól hershöfðingjans inn á pallinn. Hún hugsaði um hversu ánægjulegt það yrði að sjá gamla manninn í gráa einkennisbúningnum, sem bar hugrekki hans vitni, og unga drenginn í snyrtilegum skátabúningnum – hið gamla og hið unga fannst henni hæfa tilefninu – og þeir myndu standa á bak við hana á sviðinu þegar hún tæki við gráðunni. Allt fór fram næstum því nákvæmlega eins og hún hafði undirbúið það. Meðan hún var í burtu í skólanum yfir sumarið bjó hershöfðinginn hjá öðrum ættingjum og þeir komu með hann og skátadrenginn, John Wesley, á útskriftina. Fréttamaður kom á hótelið þar sem þau gistu og tók mynd af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.