Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 119
H u g v e k j a
TMM 2017 · 1 119
Ég var vitanlega ekki smeykur við eitt
né neitt, en þegar fram liðu stundir fór ég
að velta því fyrir mér hvað kynni að
liggja á bak við þessa uppákomu og skoða
hana í samhengi við þá vitneskju sem
smám saman barst út um málið. Einkum
eins og hún er nú rakin í nýútkominni
bók Jóns Daníelssonar Sá sem flýr undan
dýri.
Nú er rétt að gaumgæfa tímatalið.
Geirfinnsmálið hófst ári fyrir þetta sím-
tal, nánar sagt 22. janúar 1976, þegar lög-
reglan tekur að rannsaka dularfullt hvarf
Geirfinns Einarssonar í nóvember 1974,
og yfirheyrir Sævar Ciesielski. Hann
bendlar „Klúbbmenn“ við málið, hið
sama gerir Erla Bolladóttir daginn eftir,
og að morgni dags 26. janúar eru þeir
rifnir upp úr rúmum sínum og hand-
teknir. Þá er skriðan komin af stað.
Jón Daníelsson talar um „rannsóknar-
tilgátu“ lögreglunnar sem hafi verið svip-
uð og sá orðrómur sem gekk þá ljósum
logum í bænum. En eins og gleggst
kemur fram í frásögn hans sjálfs er þetta
orð allt of saklaust, það tengir rannsókn-
ina við aðferðir vísindamanna sem setja
fram tilgátu og rannsaka síðan hvort hún
kemur heim og saman við veruleikann. Í
raun og veru virðast lögreglumennirnir
hafa samið glæpareyfara sem þeir voru
ekki aðeins farnir að trúa heldur orðnir
mikilvægar persónur í, jafnvel aðalper-
sónurnar. Kannske sáu þeir bækurnar
fyrir sér í löngum röðum í bókabúða-
gluggum sálarkytrunnar. Og þessa
glæpasögu þurfti ekki að sannprófa með
því að bera hana saman við staðreyndir
veruleikans, því að í draumórum sínum
vissu þeir að hún var sönn, það þurfti
aðeins að lagfæra veruleikann þannig að
hann félli að sögunni. Og hún var eitt-
hvað á þessa leið:
Í Reykjavík og víðar gengur orðrómur
um mikla spillingu sem teygi sig upp á
efstu stig þjóðfélagsins, í gangi sé víðtækt
áfengissmygl og smyglvarningurinn sé
seldur í hinum vinsæla skemmtistað
„Klúbbnum“ með miklum gróða, en inn í
þetta blandist síðan fjármál eins af
stærstu stjórnmálaflokkum landsins. En
þetta er ekki hægt að rannsaka, því sjálf-
ur Dómsmálaráðherrann stendur fast á
bremsunni, þéttur á velli.
Þá koma til skjalanna hugdjarfir og
ótrauðir lögreglumenn, sem láta sér ekk-
ert fyrir brjósti brenna. Þeir fara að rann-
saka dularfullt mannshvarf, sem flest
bendir til að sé af mannavöldum, en eng-
inn er þar til vitnis nema maður sem
hringdi úr sjoppu í týnda manninn,
örstuttu áður en hann hvarf, en hann
hefur líka gufað upp og á honum veit
enginn nánari deili. Það er þó bót í máli
að nokkrar stúlkur sáu hann og geta lýst
honum, og eftir því er gerð af honum
leirmynd. Hún er sýnd í sjónvarpi, og
taka sumir eftir því að henni svipar und-
arlega mikið til eins af forkólfum Klúbbs-
ins. En úr því verður ekkert meir að
sinni.
En ári síðar vill svo til að lögreglu-
mennirnir eru að rannsaka venjulegt
sakamál og handtaka þá smákrimma,
einn af þeim sem kynni þó að þekkja
leiðina að stórlöxum undirheimanna.
Þeir heyra ávæning af því að hann kunni
að vita eitthvað um mannshvarfið, og um
leið fá þeir sína vitrun. Með því að yfir-
heyra þennan smáglæpon og fleiri sem
hann er í slagtogi við – kannske með
þriðju gráðu aðferðinni, hún er hvort sem
er ómissandi þáttur í þessari bókmennta-
grein, – fá þeir loks fram játningu:
mannshvarfið er í tengslum við áfengis-
smyglið mikla sem yfirmenn Klúbbsins
standa fyrir. Þeim sem eru yfirheyrðir
sem vitni í málinu ber að vísu ekki alveg
saman, einn segir að maðurinn hafi
drukknað við köfun eftir smyglgóssi,
önnur segir að honum hafi verið rutt úr
vegi, því hann hafi verið með „stæla“; er