Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 35
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 35
Hvað óskar þú þér að borða í kvöld?
Hmm. Veit það ekki. En ég fæ mér eitt rauðvínsglas.
Áttu þér eftirlætis sögupersónu úr bókmenntunum?
Nei. En margir listamenn eru í uppáhaldi og sögupersónur þeirra: Tove
Jansson, Woody Allen, Allison Bechdel, Roz Chast, Toni Ungerer, Haruki
Murakami, David Sedaris …
Eða heyrðu, að vel yfirlögðu ráði – kannski ég segi Monsieur Crocodile
eftir Johann Sfar? Kannastu við hann?
Nei, því miður ekki en vonandi næst. Áttu þér fyrirmynd?
Nei, en ég heillast af mörgu fólki. Þegar maður er unglingur er aðdáunin
sterk, svo fullorðnast maður – og ég er enn að fullorðnast…
Og fullorðnast væntanlega aldrei.
Ekkert er nokkru sinni fullorðið! En ég hef lært að meta hvað allar mann-
eskjur eru brothættar, gallaðar, takmarkaðar og þar með yndislegar og þess
verðugar að maður elski þær og þyki vænt um og finni til með þeim. Ég finn
til með öllum. Í rauninni eru allir hálf-brjóstumkennanlegir, ekki síst hinir
meintu „sterku karlar“, s.s. Pútín og Trump, einmitt vegna þess að þeir hafa
færst svo langt frá mennskunni.
Charles Bukowski sagði eitt sinn að hann hefði aldrei hitt mann sem hann
hefði viljað vera, og ég held það sé rétt – ég held að Charles Bukowski hafi
aldrei hitt mann sem hann hefði heldur viljað vera. Sama gildir um mig.
Aðdáunin sem maður finnur fyrir í æsku víkur fyrir væntumþykju og það
er vonandi ákveðið þroskamerki.
En sumir eru kannski svo sjálfhverfir að þeir komast aldrei á þann stað?
Þannig fólk virðist oft komast í valdastöður. Sjálfhverfa getur einnig hamlað
manni ef maður er rithöfundur eða listamaður – menn þarfnast ytri viður-
kenningar og hafa þörf fyrir að sigra aðra en ég er algjörlega metnaðarfrjáls
– það er betra orð en metnaðarlaus – að því leytinu til að ég þekki sjálfan mig
og veit að ég er á minni vegferð og þarf ekki að bera hana saman við leiðir
annarra. Stundum vantar í mig drifkraftinn til að sækja mér viðurkenningar
en þegar öllu er á botninn hvolft vil ég bara vera í friði og gera það sem ég er
að gera: skrifa sögurnar mínar. Heyrðu annars, ég er búinn að steingleyma
spurningunni.
Áttu þér fyrirmynd?
Ég heillast af verkum fólks. Aðdáun er tengd ógn – maður óttast þá sem
maður dáir og ég óttast engan því ég veit að við töpum öll að lokum og vil
frekar að öllum líði vel og gangi vel. Þess vegna þoli ég ekki samkeppni, sem
svo mikil áhersla er lögð á í samfélaginu. Það eru haldnar keppnir í söng,