Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 35
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n TMM 2017 · 1 35 Hvað óskar þú þér að borða í kvöld? Hmm. Veit það ekki. En ég fæ mér eitt rauðvínsglas. Áttu þér eftirlætis sögupersónu úr bókmenntunum? Nei. En margir listamenn eru í uppáhaldi og sögupersónur þeirra: Tove Jansson, Woody Allen, Allison Bechdel, Roz Chast, Toni Ungerer, Haruki Murakami, David Sedaris … Eða heyrðu, að vel yfirlögðu ráði – kannski ég segi Monsieur Crocodile eftir Johann Sfar? Kannastu við hann? Nei, því miður ekki en vonandi næst. Áttu þér fyrirmynd? Nei, en ég heillast af mörgu fólki. Þegar maður er unglingur er aðdáunin sterk, svo fullorðnast maður – og ég er enn að fullorðnast… Og fullorðnast væntanlega aldrei. Ekkert er nokkru sinni fullorðið! En ég hef lært að meta hvað allar mann- eskjur eru brothættar, gallaðar, takmarkaðar og þar með yndislegar og þess verðugar að maður elski þær og þyki vænt um og finni til með þeim. Ég finn til með öllum. Í rauninni eru allir hálf-brjóstumkennanlegir, ekki síst hinir meintu „sterku karlar“, s.s. Pútín og Trump, einmitt vegna þess að þeir hafa færst svo langt frá mennskunni. Charles Bukowski sagði eitt sinn að hann hefði aldrei hitt mann sem hann hefði viljað vera, og ég held það sé rétt – ég held að Charles Bukowski hafi aldrei hitt mann sem hann hefði heldur viljað vera. Sama gildir um mig. Aðdáunin sem maður finnur fyrir í æsku víkur fyrir væntumþykju og það er vonandi ákveðið þroskamerki. En sumir eru kannski svo sjálfhverfir að þeir komast aldrei á þann stað? Þannig fólk virðist oft komast í valdastöður. Sjálfhverfa getur einnig hamlað manni ef maður er rithöfundur eða listamaður – menn þarfnast ytri viður- kenningar og hafa þörf fyrir að sigra aðra en ég er algjörlega metnaðarfrjáls – það er betra orð en metnaðarlaus – að því leytinu til að ég þekki sjálfan mig og veit að ég er á minni vegferð og þarf ekki að bera hana saman við leiðir annarra. Stundum vantar í mig drifkraftinn til að sækja mér viðurkenningar en þegar öllu er á botninn hvolft vil ég bara vera í friði og gera það sem ég er að gera: skrifa sögurnar mínar. Heyrðu annars, ég er búinn að steingleyma spurningunni. Áttu þér fyrirmynd? Ég heillast af verkum fólks. Aðdáun er tengd ógn – maður óttast þá sem maður dáir og ég óttast engan því ég veit að við töpum öll að lokum og vil frekar að öllum líði vel og gangi vel. Þess vegna þoli ég ekki samkeppni, sem svo mikil áhersla er lögð á í samfélaginu. Það eru haldnar keppnir í söng,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.