Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Blaðsíða 39
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 39
hörundsdökkir höfundar á borð við Ta-Nehisi Coates og Colson Whitehead,
jafnvel Jhumpa Lahiri. Að öðru leyti eru bókmenntirnar mestmegnis ritaðar
af hvítu forréttindafólki sem kemur úr rándýru námi og lokuðum heimi, þar
vantar grósku.
Stundum les ég bandaríska skáldsögu sem ausin hefur verið lofi og hugsa:
ég las fimm íslenskar skáldsögur í fyrra sem eru miklu betri.
Norræn sagnahefð er svo rík og evrópskar bókmenntir eru líka miklu
öflugri. Almennt standa íslenskar bókmenntir mjög vel. Það er engin til-
viljun að þær eru þýddar og gefnar út hér og þar um byggð ból, skýringin er
ekki einungis sú að Ísland er í tísku.
Íslenskar bókmenntir standa því vel að vígi en ekki hvað yngri höfunda
varðar.
Það er gott og blessað ef ungur höfundur gefur út tuttugu síðna ljóðabók.
Og það er gott og blessað ef ungur rappari og ónefndur félagi minn gefur út
bók með örsögum – mjög góða bók, meira að segja. En hver ætlar að skrifa
langar bókmenntir? Hver ætlar að skrifa skáldsögur? Hver ætlar að skrifa
ævisögur? Hver ætlar að skrifa nonfiksjón?
Styrki stjórnvöld betur yngri höfunda uppskera þau gáfulegra samfélag. Þá
er fólk að hugsa og vera skapandi innan samfélagsins og þannig gleðjum við
ekki bara aðra í nærumhverfinu heldur endurhugsum stöðugt samfélagið.
Þannig staðnar það ekki eða koðnar niður. Kannski þarf að stofna einhvers
konar sprotafyrirtæki? Ég býð mig hér með fram til að veita því forstöðu.
Og Bandaríkin ættu að stofna lýðræðislegan launasjóð rithöfunda. Viltu
segja mér eitthvað um framtíð skáldskaparins?
Stundum þarf maður að kitla sig til að muna að brosa. En það er akkúrat
lóðið – og það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Ég hamra á lyklaborðið
meðan veröldin brennur allt í kringum okkur.
Bestu þakkir fyrir viðtalið kæri Sverrir, nú kemur að lokaspurningunni:
Ertu ljóðelskur?
Já. Fyrir löngu áttaði ég mig samt á því að ég er ekki ljóðskáld, ég segi
sögur en ég skrifa stundum ljóð og ég sæki frumorku í ljóðabækur annarra.
En það er erfitt að uppgötva ljóðlist sem kveikir í manni. Ég vildi til dæmis
óska að ég læsi ungversku og pólsku; þaðan koma svo mörg góð skáld.
Svo er það klisjan um að ljóðið sé dautt – en það vitum við bæði, Kristín,
að ljóðið er það eina í veröldinni sem ekki er dautt.
Algjörlega –
Ljóðið er andhverfa dauðans.
Og vel á minnst, ég er orðinn hálf-svangur – er ekki selt dálítið gott falafel
hér á þessu veitingahúsi?