Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 39
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n TMM 2017 · 1 39 hörundsdökkir höfundar á borð við Ta-Nehisi Coates og Colson Whitehead, jafnvel Jhumpa Lahiri. Að öðru leyti eru bókmenntirnar mestmegnis ritaðar af hvítu forréttindafólki sem kemur úr rándýru námi og lokuðum heimi, þar vantar grósku. Stundum les ég bandaríska skáldsögu sem ausin hefur verið lofi og hugsa: ég las fimm íslenskar skáldsögur í fyrra sem eru miklu betri. Norræn sagnahefð er svo rík og evrópskar bókmenntir eru líka miklu öflugri. Almennt standa íslenskar bókmenntir mjög vel. Það er engin til- viljun að þær eru þýddar og gefnar út hér og þar um byggð ból, skýringin er ekki einungis sú að Ísland er í tísku. Íslenskar bókmenntir standa því vel að vígi en ekki hvað yngri höfunda varðar. Það er gott og blessað ef ungur höfundur gefur út tuttugu síðna ljóðabók. Og það er gott og blessað ef ungur rappari og ónefndur félagi minn gefur út bók með örsögum – mjög góða bók, meira að segja. En hver ætlar að skrifa langar bókmenntir? Hver ætlar að skrifa skáldsögur? Hver ætlar að skrifa ævisögur? Hver ætlar að skrifa nonfiksjón? Styrki stjórnvöld betur yngri höfunda uppskera þau gáfulegra samfélag. Þá er fólk að hugsa og vera skapandi innan samfélagsins og þannig gleðjum við ekki bara aðra í nærumhverfinu heldur endurhugsum stöðugt samfélagið. Þannig staðnar það ekki eða koðnar niður. Kannski þarf að stofna einhvers konar sprotafyrirtæki? Ég býð mig hér með fram til að veita því forstöðu. Og Bandaríkin ættu að stofna lýðræðislegan launasjóð rithöfunda. Viltu segja mér eitthvað um framtíð skáldskaparins? Stundum þarf maður að kitla sig til að muna að brosa. En það er akkúrat lóðið – og það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Ég hamra á lyklaborðið meðan veröldin brennur allt í kringum okkur. Bestu þakkir fyrir viðtalið kæri Sverrir, nú kemur að lokaspurningunni: Ertu ljóðelskur? Já. Fyrir löngu áttaði ég mig samt á því að ég er ekki ljóðskáld, ég segi sögur en ég skrifa stundum ljóð og ég sæki frumorku í ljóðabækur annarra. En það er erfitt að uppgötva ljóðlist sem kveikir í manni. Ég vildi til dæmis óska að ég læsi ungversku og pólsku; þaðan koma svo mörg góð skáld. Svo er það klisjan um að ljóðið sé dautt – en það vitum við bæði, Kristín, að ljóðið er það eina í veröldinni sem ekki er dautt. Algjörlega – Ljóðið er andhverfa dauðans. Og vel á minnst, ég er orðinn hálf-svangur – er ekki selt dálítið gott falafel hér á þessu veitingahúsi?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.